Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. mars 2011 00:01 Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kvenþjóðarinnar. „Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða.
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira