Innlent

Vorrallið hafið á fimm skipum

Þrír togarar taka þátt í rallinu. fréttablaðið/pjetur
Þrír togarar taka þátt í rallinu. fréttablaðið/pjetur
Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst 1. mars og stendur yfir næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.

Alls verður togað á um 600 stöðvum vítt og breitt á landgrunninu á 20-500 metra dýpi.

Vorrallið hefur verið framkvæmt með sambærilegum hætti á hverju ári síðan 1985. Helstu markmið eru að fylgjast með breytingum á stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástandi og útbreiðslu helstu fisktegunda við landið, og hitastigi sjávar. Fyrstu niðurstöður verða kynntar í apríl.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×