Innlent

Tekið verði tillit til sjónarmiða ungs fólks

Ungt fólk á að hafa meira um sín mál að segja að mati mennta- og menningarmálaráðherra.
fréttablaðið/pjetur
Ungt fólk á að hafa meira um sín mál að segja að mati mennta- og menningarmálaráðherra. fréttablaðið/pjetur
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill að vegur ungs fólks í samfélaginu verði aukinn og hefur kynnt í ríkisstjórn áform um mótun heildstæðrar stefnu í málefnum þess.

Engin slík heildstæð stefna er til þótt eftir henni hafi verið kallað, meðal annars af hálfu þeirra sem starfa að æskulýðsmálum.

Yfir 50 þúsund íbúa landsins eru á aldrinum 15 til 25 ára og má segja að allar ákvarðanir og aðgerðir hafi áhrif á aðstæður þeirra. Vill Katrín að eftirleiðis verði tekið tillit til sjónarmiða og þarfa ungs fólks til lengri og skemmri tíma þegar ákvarðanir eru teknar í málaflokkum á borð við atvinnu, húsnæði, menntun, heilsu og tómstundir.

Í ráði er að setja á laggirnar samráðshóp ráðuneyta sem í störfum sínum leiti til allra viðkomandi, hvort heldur eru opinberir aðilar, félagasamtök eða einstaklingar. Stefnt er að því að vinna stöðuskýrslu um málefni ungs fólks og gera tillögu um hvernig móta megi stefnu í málefnum þess á grunni hennar.- bþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×