Innlent

Leitað að bestu blaðaauglýsingunni

Ban Ki-Moon Allir íbúar hinna 48 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Evrópu geta tekið þátt í samkeppninni.
Ban Ki-Moon Allir íbúar hinna 48 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í Evrópu geta tekið þátt í samkeppninni.
Baráttudagur kvenna Samkeppni um bestu blaðaauglýsinguna til höfuðs ofbeldi gegn konum er hleypt af stokkunum í dag. Úrslit verða tilkynnt í nóvember.
Sameinuðu þjóðirnar í Evrópu hleypa af stokkunum í dag, á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, samkeppni um bestu blaðaauglýsinguna til höfuðs ofbeldi gegn konum.

Samkeppnin er samstarfsverkefni Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel, UN Women og ýmissa stórblaða í Evrópu, svo sem Le Monde, the Guardian, El País, La Stampa og Metro-dagblaðanna. Fréttablaðið og visir.is eru samstarfsaðilar SÞ á Íslandi. Fyrstu verðlaun eru andvirði 5.000 evra, en íslenskur hönnuður, Stefán Einarsson, hönnunarstjóri Hvíta hússins, sigraði í sambærilegri keppni á síðasta ári.

„Hver og einn verður að axla ábyrgð til að stöðva ofbeldi,“ segir Michelle Bachelet, forstjóri nýrrar Jafnréttisstofnunar SÞ, UN Women. „Ríkisstjórnir, einkafyrirtæki, almannasamtök, samfélög og einstaklingar verða að leggja sitt af mörkum. Karlar og strákar verða að vera virkir í því að efla virðingu fyrir konum og skilyrðislausa útilokun ofbeldis.“

Þátttökurétt í keppninni hafa allir íbúar hinna 48 aðildarríkja SÞ í Evrópu. Samkeppnin hefst í dag og lýkur á miðnætti 31. maí. Sigurvegarinn verður kynntur 25. nóvember, á Alþjóðlegum baráttudegi til upprætingar ofbeldis gegn konum. Sjá nánari upplýsingar á www.create4theun.eu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×