Innlent

Segja grasrótarstarfi stefnt í hættu

ÁSkorun Leikskólastjórar vilja að borgaryfirvöld dragi til baka hugmyndir um sameiningar leikskóla.
Fréttablaðið/Valli
ÁSkorun Leikskólastjórar vilja að borgaryfirvöld dragi til baka hugmyndir um sameiningar leikskóla. Fréttablaðið/Valli
Leikskólastjórnendur í Reykjavík eru efins um að víðtækar sameiningar stofnana muni koma til með að skila fjárhagslegum ávinningi og segja meiri möguleika felast í samráði við fagfólk.

Hópur leikskólastjórnenda gekk fylktu liði á fund Jóns Gnarr borgarstjóra í gær og afhentu áskorun vegna hinna umdeildu hugmynda um sameiningar leikskóla sem voru kynntar fyrir helgi.

„Okkar skilaboð voru þau að hér á leikskólum borgarinnar væri unnið gott starf á hagkvæman hátt,“ sagði Elín Erna Steinarsdóttir, talskona leikskólastjóra, í samtali við Fréttablaðið.

Hún bætti því við að öflugt grasrótarstarf væri unnið í skólunum og því væri stefnt í hættu fyrir takmarkaðan ávinning. Vinna að nýrri stefnumótun þyrfti að fara fram utan venjulegs vinnutíma á leikskólunum, að sögn Elínar, og ef nokkur ávinningur væri af sameiningum, myndi hann fara fyrir lítið í þá vinnu.

Hún segir leikskólastarfsfólk vera tilbúið til að vinna með borginni að sparnaðarhugmyndum.

„Við höfum mjög ráðagóðar konur sem hafa mikla reynslu í að finna góðar lausnir í erfiðum stöðum“.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×