Innlent

Yfirheyrslum fram haldið hér heima

Sigurður 
Einarsson
Sigurður Einarsson
Robert Tchenguiz
Yfirheyrslur héldu áfram í gær yfir tveimur fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings sem fyrst voru handteknir hér á miðvikudag vegna rannsóknar Serious Fraud Office í Bretlandi á bankanum.

Starfsmennirnir tveir sem um ræðir eru Bjarki H. Diego, sem var framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum, og Guðmundur Þór Gunnarsson, sem var viðskiptastjóri á útlánasviðinu.

Sjö voru handteknir á miðvikudag í Bretlandi; bankastjórarnir Sigurður Einarsson og Ármann Þorvaldsson, Guðni Níels Aðalsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar, Tchenguiz-bræðurnir Robert og Vincent og tveir nánustu samstarfsmenn þeirra.

Sjömenningarnir voru allir látnir lausir að loknum yfirheyrslum í fyrradag með því skilyrði að þeir myndu mæta sjálfviljugir til skýrslutöku á næstunni. Til rannsóknar eru meintar ólögmætar lánveitingar til Roberts Tchenguiz örfáum mánuðum fyrir bankahrun upp á jafnvirði ríflega hundrað milljarða íslenskra króna.

- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×