Innlent

Óeðlilega lítill tími til stefnu

júlíus vífill ingvarsson
júlíus vífill ingvarsson
Þeir sem koma að fyrirhuguðum breytingum á skólastarfi í Reykjavík eiga að skila inn umsögnum vegna tillagna fyrir 25. mars næstkomandi. Lagðar voru fram ýmsar fyrirspurnir um málið á borgarráðsfundi í gærmorgun af hálfu Sjálfstæðisflokks. Meðal þeirra var hversu langur tími yrði gefinn til þess að fara yfir umsagnir hagsmunaaðila áður en endanleg tillaga yrði lögð fyrir.

„Meirihluti Samfylkingar og Besta flokks hefur stefnt að því að senda leikskóla- og skólastjórnendum uppsagnarbréf fyrir 1. apríl,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Og verða gerðar breytingar á þessari tímaáætlun í ljósi þess hve skammur tími er til stefnu?“

Jón Gnarr borgarstjóri hefur boðað til fundar á laugardag, ásamt borgarfulltrúum Besta flokksins og Samfylkingarinnar, með foreldrum leik- og grunnskólabarna í Grafarvogi. Er þetta vegna tillagna um sameiningu skóla.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði lögðu fram fyrirspurnir varðandi fundinn. Meðal annars var spurt hvort áður hefði verið boðað til íbúafunda af æðsta embættismanni borgarinnar ásamt einungis hluta borgarfulltrúa. Einnig var spurt hver greiddi kostnaðinn af umræddum fundi. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×