Innlent

Frumsýna teiknimynd með forvarnargildi

Embla og álfur Álfakrakkarnir læra hvaða leyndarmál eru góð og hver eru slæm.
Embla og álfur Álfakrakkarnir læra hvaða leyndarmál eru góð og hver eru slæm.
Ný fræðslumynd um kynferðisofbeldi verður sýnd í skólum landsins á næstunni. Samtökin Réttindi barna hafa á undanförnum tveimur árum unnið að undirbúningi og gerð forvarnarteiknimyndar sem upplýsir börn um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geta brugðist við því.

„Við höfum verið að sýna sérfræðingum, kennurum og börnum myndina og fengið hjá þeim mjög góðar viðtökur,“ segir Andrea Ósk Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Réttinda barna. „Hún var send í alla skóla í síðustu viku svo að þeir geti tekið þátt í frumsýningarvikunni.“

Myndin heitir „Leyndarmálið“ og fjallar um tvo álfakrakka sem leita svara við því hvort og hvenær megi segja frá leyndarmálum.

„Það er mjög flókin spurning,“ segir Andrea. „En krakkarnir fá að heyra dæmisögu sem skilgreinir hvaða leyndarmál eru góð og hver eru slæm og láta manni líða illa.“

Leyndarmálið er samstarfsverkefni og hefur margt helsta fagfólk í þessum málaflokki staðið saman að gerð hennar. Vonir standa til að myndin verði þýdd og sýnd í fleiri löndum í framtíðinni. Helsti markhópur er börn í kringum átta ára aldur.

Hægt er að nálgast myndina á heimasíðunni www.reykjavik.is/leyndarmalid. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×