Innlent

Þjóðin ánægð með tilveruna

Nær allir Íslendingar segjast vera ánægðir með lífið, eða 99%.

Þar af eru 63% mjög ánægð en 36% frekar ánægð. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent gerði fyrir Evrópusambandið.

Nám virðist auka ánægjuna, því 77% þeirra sem enn eru í námi segjast mjög ánægð með lífið og 61% þeirra sem luku námi eftir 16 ára afmælið. Minnihluti þeirra sem hætti í námi fyrir 16 ára aldur er ánægður með lífið, eða 46%.

Þá er ánægjulegt að búa með öðru fólki og að fjárhagsstaðan sé sæmileg. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×