Lífið

Soderberg hættir að leikstýra

ástríðan horfin Leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að hætta að leikstýra.
ástríðan horfin Leikstjórinn Steven Soderbergh ætlar að hætta að leikstýra.
Það kom mörgum kvikmyndaáhugamönnum í opna skjöldu þegar leikstjórinn heimsfrægi Steven Soderbergh tilkynnti í vikunni að hann ætlaði að hætta í bransanum.

„Þegar þú sérð íþróttamenn spila einum eða tveimur tímabilum of lengi verður það frekar sorglegt,“ sagði Soderbergh, sem hefur ekki sömu ástríðuna fyrir kvikmyndagerð og áður.

Soderbergh, sem er 48 ára, varð yngsti leikstjórinn til að vinna Cannes-verðlaunin þegar hann sigraði árið 1989 með myndinni Sex, Lies and Videotape. Segja má að árið 2001 hafi verið hápunktur hans á ferlinum því þá var hann tilnefndur til Óskarsins fyrir tvær myndir á sama tíma, Traffic og Erin Brockovich. Á meðal annarra þekktra verka hans eru Ocean’s-myndirnar, Out of Sight og tvær myndir um Che Guevara.

Fjórar myndir koma úr smiðju Soderberghs áður en hann hverfur af sjónarsviðinu sem leikstjóri. Fyrst kemur hasarmyndin Haywire með Antonio Banderas og Ewan McGregor í aðalhlutverkum og síðar á árinu er væntanlegur tryllirinn Contagion með Kate Winslet og Jude Law. Soderbergh á eftir að taka upp tvær myndir, annars vegar mynd um ævi tónlistarmannsins Liberace og hins vegar The Man from U.N.C.L.E. með George Clooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.