Banatilræði við hasarmyndina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. mars 2011 00:01 Bíó Battle: Los Angeles Leikstjóri: Jonathan Liebesman. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Michelle Rodriguez, Ramón Rodríguez, Michael Peña, Will Rothhaar, Adetokumboh McCormack. Að baula og kasta matvælum í átt að bíótjaldi hefur því miður lítið að segja. Ábyrgðarmenn lélegra kvikmynda eru í öruggri fjarlægð frá ósáttum bíógestum, hvers eina vopn er að vara vini og vandamenn við því að borga sig inn á þær. Því miður er fólk ekki nógu duglegt við að láta óánægju sína í ljós. Ekki láta vini þína þurfa að spyrja þig hvort myndin sem þú sást síðast var góð eða slæm. Ef þú borgar þig inn á lélega mynd, segðu þeim það í óspurðum fréttum. Láttu jafnvel fylgja með ábendingu um betri mynd sem í boði er. Til þess eru vinir. Battle: Los Angeles fjallar um hermenn sem berjast við geimverur. Áður en geimverurnar lenda á jörðinni fáum við að kynnast persónunum lítillega en þær eru allar fengnar að láni úr öðrum myndum. Við fylgjumst með bitra hermanninum með dularfullu fortíðina, hermanninum sem á ólétta kærustu, hermanninum sem er að fara að gifta sig og hermanninum sem er yngri en allir hinir og blautur á bak við eyrun. Ekki má gleyma suðurameríska herkvendinu. Það er eins gott að Michelle Rodriguez var ekki upptekin því annars hefðu þeir þurft að nota klippur með henni úr öðrum kvikmyndum. Það er reyndar ekki útilokað að það sé einmitt tilfellið. Geimverubardaginn sjálfur er langdregnari og leiðinlegri en messa sem þú ert píndur til að fara í, að undanskildum óþægilegu sparifötunum, en ég sá engan í sparifötum á Battle: Los Angeles. Myndavélin var hrist allan tímann (tíska sem ég hélt að heyrði sögunni til) en þetta er gamalt trix, yfirleitt notað til að hylma yfir leti kvikmyndagerðarfólksins. Ekki nenntu þeir að gera skemmtilega sögu, sannfærandi geimverur eða góða karaktera. Þá er kannski alveg eins gott að hrista bara nógu mikið. Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá. Niðurstaða: Forðist þessa eins og heitan eldinn. Hafir þú gegnt herskyldu er eilítil von, en á þína eigin ábyrgð að sjálfsögðu. Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó Battle: Los Angeles Leikstjóri: Jonathan Liebesman. Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Michelle Rodriguez, Ramón Rodríguez, Michael Peña, Will Rothhaar, Adetokumboh McCormack. Að baula og kasta matvælum í átt að bíótjaldi hefur því miður lítið að segja. Ábyrgðarmenn lélegra kvikmynda eru í öruggri fjarlægð frá ósáttum bíógestum, hvers eina vopn er að vara vini og vandamenn við því að borga sig inn á þær. Því miður er fólk ekki nógu duglegt við að láta óánægju sína í ljós. Ekki láta vini þína þurfa að spyrja þig hvort myndin sem þú sást síðast var góð eða slæm. Ef þú borgar þig inn á lélega mynd, segðu þeim það í óspurðum fréttum. Láttu jafnvel fylgja með ábendingu um betri mynd sem í boði er. Til þess eru vinir. Battle: Los Angeles fjallar um hermenn sem berjast við geimverur. Áður en geimverurnar lenda á jörðinni fáum við að kynnast persónunum lítillega en þær eru allar fengnar að láni úr öðrum myndum. Við fylgjumst með bitra hermanninum með dularfullu fortíðina, hermanninum sem á ólétta kærustu, hermanninum sem er að fara að gifta sig og hermanninum sem er yngri en allir hinir og blautur á bak við eyrun. Ekki má gleyma suðurameríska herkvendinu. Það er eins gott að Michelle Rodriguez var ekki upptekin því annars hefðu þeir þurft að nota klippur með henni úr öðrum kvikmyndum. Það er reyndar ekki útilokað að það sé einmitt tilfellið. Geimverubardaginn sjálfur er langdregnari og leiðinlegri en messa sem þú ert píndur til að fara í, að undanskildum óþægilegu sparifötunum, en ég sá engan í sparifötum á Battle: Los Angeles. Myndavélin var hrist allan tímann (tíska sem ég hélt að heyrði sögunni til) en þetta er gamalt trix, yfirleitt notað til að hylma yfir leti kvikmyndagerðarfólksins. Ekki nenntu þeir að gera skemmtilega sögu, sannfærandi geimverur eða góða karaktera. Þá er kannski alveg eins gott að hrista bara nógu mikið. Eftir svona bíóferð langar mig helst að setja upp snobbskeifuna og lýsa því yfir að hasarmyndir séu dauðar. Það væri þó ekki alveg sanngjarnt því að þrátt fyrir almennt minnkandi gæði þeirra má enn finna einstaka fagurt blóm innan um alla njólana. En garðurinn í heild sinni er í órækt og það er kominn tími til að kantskera og slá. Niðurstaða: Forðist þessa eins og heitan eldinn. Hafir þú gegnt herskyldu er eilítil von, en á þína eigin ábyrgð að sjálfsögðu.
Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira