Lífið

Hurts-drengir vilja tíu hvítar rósir

sérstakar kröfur Tíu hvítar rósir, straujárn, póstkort og rakatæki fyrir andlit er á meðal þess sem strákarnir í Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu.
sérstakar kröfur Tíu hvítar rósir, straujárn, póstkort og rakatæki fyrir andlit er á meðal þess sem strákarnir í Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu.
Tíu hvítar rósir eru á meðal þess sem meðlimir hljómsveitarinnar Hurts fara fram á að bíði þeirra í búningsherberginu á tónleikum þeirra á Íslandi.

Hurts kemur fram í Vodafonehöllinni á sunnudaginn. Dikta og Retro Stefson hita upp fyrir bresku drengina, en í gær var tilkynnt að um 400 miðar væru eftir.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins láta meðlimir Hurts sér ekki nægja að biðja um rósabúntið. Þeir fara einnig fram á að þrjár myndir af frægum súpermódelum hangi á vegg í búningsherberginu.

Þeir taka sérstaklega fram að myndirnar megi ekki vera klámfengnar. Hurts-drengirnir eru annáluð snyrtimenni og því ætti ekki að koma á óvart að þeir biðja um straujárn, straubretti og stóran spegil. Þá verður sérstakt rakatæki fyrir andlit að vera í búningsherberginu ásamt fimm íslenskum póstkortum með frímerkjum, tilbúin til póstlagningar.

Áfengiskröfur hljómsveita komast oft í fréttirnar. Hurts-drengir eru tiltölulega hógværir, en biðja þó um lítilræði af gini, vodka og viskíi.

Hurts nýtur vaxandi vinsælda í Evrópu, en hljómsveitin kom fyrst fram á Íslandi á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Hurts var nýlega valin nýliði ársins á tónlistarhátíð breska tímaritsins NME og hefur átt góðu gengi að fagna á öldum ljósvakans með lögunum Sunday og Wonderful Life. Miðasala fer fram á Midi.is.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×