Lífið

Einleikurinn Afinn til útlanda

afinn Sigurjón Sigurjónsson í hlutverki afans, sem tíu þúsund Íslendingar hafa séð.fréttablaðið/gva
afinn Sigurjón Sigurjónsson í hlutverki afans, sem tíu þúsund Íslendingar hafa séð.fréttablaðið/gva
sáttur Leikstjórinn Bjarni Haukur er ánægður með framvindu mála.
Einleikurinn Afinn er á leiðinni á fjalirnar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Skrifað verður undir samninga um réttinn á einleiknum á næstunni. Fyrsta sýningin verður í Svíþjóð á næsta ári.

„Það eru afar í öllum löndum og þeir eru margir hverjir að glíma við sama hlutinn," segir leikstjórinn og höfundurinn Bjarni Haukur Þórsson, ánægður með framvindu mála.

Tæplega tíu þúsund manns hafa séð Afann síðan hann var frumsýndur í Borgarleikhúsinu 14. janúar með Sigurjón Sigurðsson í aðahlutverki. Ákveðið hefur verið að færa einleikinn af litla sviðinu yfir á það stóra í mars og apríl vegna mikillar aðsóknar.

„Þetta hefur gengið svo vel að við þurftum að flytja í stærri sal," segir Bjarni Haukur.

Rúmlega þrjátíu þúsund manns sáu einleikinn Pabbann, þar sem Sigurjón leikstýrði Bjarna Hauki. Hann gekk fyrir fullu húsi í tæp tvö ár. Spurður hvort Afinn eigi eftir að ná Pabbanum í vinsældum segir Bjarni:

„Hann fer hægar yfir en með þessu áframhaldi gæti hann gert það."- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.