Engar tvær kökur eru alveg eins 23. mars 2011 16:33 Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka Margrét T. Jónsdóttir er mikill ástríðubakari. Henni finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og gerir sjaldan tvær eins. Hún töfrar fram kökur við hvers kyns tilefni og gerði glæsilega fermingarköku fyrir Fréttablaðið. Jarðfræðingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir hefur haft áhuga á kökugerð frá unga aldri og sinnir áhugamálinu í hjáverkum. Hún sérhæfir sig í kökum með smjörkremi og getur gert alls kyns kúnstir. Hún féllst á að hanna og gera tveggja hæða fermingarköku fyrir Fréttablaðið sem gefur góða mynd af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka„Ég valdi að gera kökuna í fjólubláu og hvítu enda kirkjulegir litir og skreytti með friðardúfunni," segir Margrét. Hún segist leggja sig fram um að gera engar tvær kökur eins. „Mér finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og er því lítið í fjöldaframleiðslu." En hvenær vaknaði áhuginn? „Mamma keypti Wilton-kökuskreytingarbók þegar ég var yngri og ég og litli bróðir minn gátum legið yfir henni tímunum saman. Þegar ég fór með manninum mínum til náms í Ameríku ákvað ég svo að nota tækifærið og fara á kökuskreytingarnámskeið hjá Wilton. Ég lauk við Wilton Method Basics þar sem ég lærði grunnatriðin í kökugerð og kökuskreytingum eins og hvernig maður bakar og undirbýr fallega köku, hversu þykkt smjörkremið á að vera fyrir hvert einstaka atriði, stöðu sprautupoka og fleira. Síðan fór ég á Wilton MethodFlowers and Cake Design námskeið þar sem aðaláherslan var lögð á sykurblómagerð. Þar að auki lauk ég við sérstakt brúðartertunámskeið hjá Cake Art."Skírnarkaka að hætti Margrétar.Margrét tók með sér ýmis áhöld til kökugerðarinnar frá Ameríku en segir verslunina Allt í köku, sem opnaði nýverið á Suðurlandsbraut, algera byltingu fyrir kökuáhugafólk og að þar verði hún sér úti um ýmsar nauðsynjar. „Þar er reyndar mikil áhersla á sykurmassa en ég get þó nýtt mér ýmislegt þó ég vinni að mestu með smjörkrem." Margrét býr yfirleitt til möndlubotna með hindberjamús og vanillusmjörkremi en gerir líka súkkulaðikökur með ýmis konar fyllingum. „Allt hráefnið sem ég vinn með er ætilegt og sömuleiðis allar skreytingar." En getur þú hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? „Ég veit það nú ekki en ef jarðfræðin klikkar er gott að hafa þetta í bakhöndinni og svo er gaman að geta gripið í þetta af og til." Áhugasamir geta einnig kíkt á Facebook-síðu Margrétar, sem hún kallar Kakan mín. -veMargrét hefur gert kökur fyrir ýmis tilefni. Þessa gerði hún fyrir þrítugsafmæli. Hún er með vanillu-oreomús fyllingu, súkkulaðikremi og ganache. Skreytt með jarðarberjum og súkkulaðiskrauti.Margréti finnst skemmtilegast að hanna kökurnar enda liggur það vel fyrir henni. Hér má sjá karamellubollaköku með súkkulaðikremi. Hún er skreytt með möndluflögum, sykurmassa, súkkulaðidropum og Oreo-kexkökum.Margrét Jónsdóttir Kaka Fermingar Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira
Margrét T. Jónsdóttir er mikill ástríðubakari. Henni finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og gerir sjaldan tvær eins. Hún töfrar fram kökur við hvers kyns tilefni og gerði glæsilega fermingarköku fyrir Fréttablaðið. Jarðfræðingurinn Margrét Theodóra Jónsdóttir hefur haft áhuga á kökugerð frá unga aldri og sinnir áhugamálinu í hjáverkum. Hún sérhæfir sig í kökum með smjörkremi og getur gert alls kyns kúnstir. Hún féllst á að hanna og gera tveggja hæða fermingarköku fyrir Fréttablaðið sem gefur góða mynd af þeim möguleikum sem eru fyrir hendi.Margrét Theodóra Jónsdóttir Jarðfræður Ferming Kaka„Ég valdi að gera kökuna í fjólubláu og hvítu enda kirkjulegir litir og skreytti með friðardúfunni," segir Margrét. Hún segist leggja sig fram um að gera engar tvær kökur eins. „Mér finnst skemmtilegast að hanna kökurnar og er því lítið í fjöldaframleiðslu." En hvenær vaknaði áhuginn? „Mamma keypti Wilton-kökuskreytingarbók þegar ég var yngri og ég og litli bróðir minn gátum legið yfir henni tímunum saman. Þegar ég fór með manninum mínum til náms í Ameríku ákvað ég svo að nota tækifærið og fara á kökuskreytingarnámskeið hjá Wilton. Ég lauk við Wilton Method Basics þar sem ég lærði grunnatriðin í kökugerð og kökuskreytingum eins og hvernig maður bakar og undirbýr fallega köku, hversu þykkt smjörkremið á að vera fyrir hvert einstaka atriði, stöðu sprautupoka og fleira. Síðan fór ég á Wilton MethodFlowers and Cake Design námskeið þar sem aðaláherslan var lögð á sykurblómagerð. Þar að auki lauk ég við sérstakt brúðartertunámskeið hjá Cake Art."Skírnarkaka að hætti Margrétar.Margrét tók með sér ýmis áhöld til kökugerðarinnar frá Ameríku en segir verslunina Allt í köku, sem opnaði nýverið á Suðurlandsbraut, algera byltingu fyrir kökuáhugafólk og að þar verði hún sér úti um ýmsar nauðsynjar. „Þar er reyndar mikil áhersla á sykurmassa en ég get þó nýtt mér ýmislegt þó ég vinni að mestu með smjörkrem." Margrét býr yfirleitt til möndlubotna með hindberjamús og vanillusmjörkremi en gerir líka súkkulaðikökur með ýmis konar fyllingum. „Allt hráefnið sem ég vinn með er ætilegt og sömuleiðis allar skreytingar." En getur þú hugsað þér að leggja þetta fyrir þig? „Ég veit það nú ekki en ef jarðfræðin klikkar er gott að hafa þetta í bakhöndinni og svo er gaman að geta gripið í þetta af og til." Áhugasamir geta einnig kíkt á Facebook-síðu Margrétar, sem hún kallar Kakan mín. -veMargrét hefur gert kökur fyrir ýmis tilefni. Þessa gerði hún fyrir þrítugsafmæli. Hún er með vanillu-oreomús fyllingu, súkkulaðikremi og ganache. Skreytt með jarðarberjum og súkkulaðiskrauti.Margréti finnst skemmtilegast að hanna kökurnar enda liggur það vel fyrir henni. Hér má sjá karamellubollaköku með súkkulaðikremi. Hún er skreytt með möndluflögum, sykurmassa, súkkulaðidropum og Oreo-kexkökum.Margrét Jónsdóttir Kaka
Fermingar Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Sjá meira