Upplifði ævintýri í Ameríku 23. mars 2011 16:33 Feðgarnir Alexander og SIgmar á góðri stundu í Yaxha í Gvatemala. Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro. Fermingar Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Sjá meira
Hákarlar og píramídar eru á meðal þess sem rak á fjörur Alexanders Sigmarssonar þegar hann ferðaðist nýlega um Mið-Ameríku. „Þetta var rosalega skemmtilegt, alveg eins og ég bjóst við," segir Alexander Sigmarsson, fjórtán ára, sem ákvað að verja fermingarpeningunum sínum í ævintýraferð um Mið-Ameríku á síðasta ári. Með í för var faðir hans Sigmar Alexandersson. Ferðin hófst í New York og þaðan lá leiðin til Hondúras, með viðkomu í Mexíkó og Gvatemala. Ævintýrið byrjaði af alvöru þegar til Gvatemala var komið en þá skildi tímabundið leiðir þeirra feðga.Feðgarnir skelltu sér í siglingu umhverfis eyna Caye Caulker fyrir utan Belís.„Í bænum Flores skellti ég mér í spænskuskóla sem gerði kröfu um að ég byggi hjá spænskumælandi fjölskyldu til að ná betri tökum á málinu. Á meðan varð pabbi að búa annars staðar," rifjar Alexander upp og viðurkennir að tungumálaörðugleikar hafi valdið vandkvæðum í fyrstu, sem hafi skánað eftir því sem spænskukunnáttan jókst. Feðgarnir vörðu áramótunum í Flores og segir Alexander það hafa komið á óvart hve flugeldaglaðir íbúarnir voru. „Þeir sprengdu alveg jafn mikið og við Íslendingar. Helsti munurinn var sá að minna var um ljós en meira um hvelli."Alexander ferðaðist með bát á hverjum degi í skólann.Fleira skemmtilegt gerðu feðgarnir sér til dægrastyttingar og er heimsókn til Yaxha í Gvatemala Alexander sérlega minnisstæð. „Þar skoðuðum við vandlega fornminjar frá tímum Maja alveg óáreittir og þannig gat ég prílað upp píramída án þess að vera skammaður." Hann segir ferðalagið því ekki síður hafa verið lærdómsríkt en skemmtilegt og telur Mið-Ameríku af þeim og fleiri sökum vera spennandi áfangastað sem jafnaldrar hans ættu að skoða. „Þetta er fyrir þá sem vilja upplifa öðruvísi ferðalag."- rveÍ bænum Tulum í Mexíkó.Í Yaxha gafst Alexander færi að skoða rústir frá tímum Maja.Fáir ferðamenn eru á sveimi í Yaxha, sem Alexander finnst gott.Forvitinn hákarl hjá eynni San Pedro.
Fermingar Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Sjá meira