Pabbi fór á kostum 23. mars 2011 16:33 Guðrún Ásmundsdóttir. Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve Fermingar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Þótt tæplega hálf öld sé liðin síðan leikkonan góðkunna Guðrún Ásmundsdóttir fermdist man hún ferminguna eins og hún hafi gerst í gær. „Þá fylgdi því mikill kostnaður að fermast. Fermingarkyrtlar stóðu ekki til boða svo saumaðir voru á okkur stelpurnar glæsilegir hvítir fermingarkjólar, næstum eins og brúðarkjólar, og ekki nóg með það heldur var keyptur kjóll til að klæðast eftir ferminguna í veisluna og kápa. Ég man að ég var alveg í rusli því ég var alin upp af einstæðum föður, Ásmundi Gestssyni og vissi ekki hvernig átti að útskýra þetta fyrirkomulag fyrir honum," segir hún kíminn og bætir við að til allrar hamingju hafi móðursystir hennar komið til hjálpar. „Hún sagði: Ásmundur, nú ætla ég með stelpuna að kaupa þetta allt saman," rifjar Guðrún upp og var faðir hennar ekki lengi að samþykkja það, feginn að losna við rausið í dóttur sinni.Systkinin Guðrún og Páll ásamt föður sínum Ásmundi daginn sem Guðrún fermdist.Úr varð að keyptur var kjóll og kápa með mjóu mitti og víðu pilsi eins og var þá í tísku. „Ég vissi að kápan myndi sveiflast skemmtilega, þannig að þegar ég fór fyrst í henni í heimsókn sveiflaði ég henni og hrinti óvart borði um koll," segir hún og hlær. Móðursystir Guðrúnar og faðir buðu í fermingarveislu að Aðalstræti í Reykjavík. Þangað mættu vinir og vandamenn og þar á meðal gítarkennari Guðrúnar, ungur myndarlegur piltur sem hún hafði augastað á. „Pabbi bað hann um að spila á harmonikku í veislunni og mér var því mjög í mun að fjölskyldan kæmi vel fyrir. Heldurðu að pabbi hafi þá ekki mætt í öfugum frakka og farið með heila Íslendingasögu fyrir gestina," segir hún og kveðst enn heyra að faðir hennar hafi vakið mikla lukku. „Sem sagt hjá öllum öðrum en dóttur sinni." - rve
Fermingar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira