Innlent

Gögnum verður eytt í Guam

Landspítalinn eyðir röntgenmyndum á tíu ára fresti. 
mynd/úr safni
Landspítalinn eyðir röntgenmyndum á tíu ára fresti. mynd/úr safni
Landspítalinn hyggst eyða tíu til tólf tonnum af röntgenfilmum hjá Film Tech Corporation í Tamuning, sem er landsvæði Bandaríkjanna í Guam.

Spítalinn óskaði eftir umsögn Persónuverndar vegna málsins. Landspítalinn eyðir röntgenmyndum á tíu ára fresti en þær eru varðveittar eftir sömu reglum og gilda um sjúkraskrár.

Fyrirkomulag eyðingarinnar hefur verið með sama hætti í fjöldamörg ár.

Myndirnar hafa verið fluttar til fyrirtækisins Film Tech Corporation í Bandaríkjunum í læstum og innsigluðum gámum og endurunnar þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×