Innlent

AdAge lofar auglýsingu VÍB

Eigandi auglýsingatímaritsins AdAge hrósaði nýjum auglýsingum VÍB í blaðinu á mánudag.
Eigandi auglýsingatímaritsins AdAge hrósaði nýjum auglýsingum VÍB í blaðinu á mánudag.
Íslandsbanka hefur tekist að framleiða afar áhrifamikla auglýsingaherferð sem á að uppfylla það sem bandarískum bönkum hefur aldrei tekist: Að upplýsa neytendur um áhættur skyndilausna í fjármálum. Þetta er mat Rance Crain, ritstjóra AdvertisingAge (AdAge).

Crain skrifaði grein í AdAge þar sem hann fjallaði um auglýsingaherferð eignastýringar Íslandsbanka. Auglýsingarnar fjalla hver um sig um fagfólk í ólíkum greinum sem segir frá því hvað skiptir mestu máli til þess að ná árangri í störfum sínum, þætti sem eru hliðstæðir sparnaði og fjárfestingum.

Að mati Crains ná VÍB og Hvíta húsið, framleiðandi auglýsinganna, að koma skýrt til skila mikilvægi þess að koma sjónarmiðum viðskiptavina á framfæri í gegn um raunsæja mynd af lífi þeirra. - sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×