Innlent

Becromal lofar umbótum strax

Frá Krossanesi Verksmiðjan hefur frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur.
Frá Krossanesi Verksmiðjan hefur frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur.
Umhverfisstofnun hefur gefið fyrirtækinu Becromal Iceland við Akureyri frest til 4. apríl til að skila áætlun um úrbætur eftir að aflþynnuverksmiðja þess gerðist brotleg við þrjú ákvæði starfsleyfis. Verksmiðjan hefur verið starfandi frá árinu 2009.

Eins og fram hefur komið reyndist sýrustig frárennslis frá verksmiðjunni vera yfir mörkum, auk þess sem mælingum var ábótavant og ekki hafði verið staðið rétt að tilkynningum á frávikum og bilunum í mengunarvarnarbúnaði.

Umhverfisstofnun segir í tilkynningu að ekki sé útilokað að gripið verði til frekari aðgerða. Stofnunin sé að skoða málið nánar. Í tilkynningu frá stjórn Becromal segir að brugðist verði nú þegar við athugasemdum Umhverfisstofnunar og ítrekar stjórnin áherslu fyrirtækisins á að vinna að úrbótum með fagaðilum og hagsmunaaðilum.

Meðal annars segist stjórnin munu hafa daglegt eftirlit með framvindu úrbóta. Þá verði gerð ítarleg úttekt á öllum öryggis- og umhverfisþáttum verksmiðjunnar, meðal annars með sýnatöku úr sjó og úttekt á verkferlum. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×