Eðlisfræðikennari skrifaði lærða grein um Lebowski 30. mars 2011 08:00 Davíð Þorsteinsson hefur skrifað lærða grein um The Big Lebowski á síðunni Dudespaper.com. Fréttablaðið/GVA „Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Þessi mynd leynir alveg ótrúlega á sér. Það er ekki hægt að fá leiða á henni," segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í Menntaskólanum í Reykjavík og aðdáandi bandarísku gamanmyndarinnar The Big Lebowski eftir Coen-bræður. Löng grein sem Davíð skrifaði um hin ýmsu tákn sem liggja undir yfirborðinu í The Big Lebowski birtist nýverið á bandarísku vefsíðunni Dudespaper.com sem er helguð aðalpersónunni The Dude. Greinin ber enska heitið Unspoken Messages: Notes on Lebowskian Theory. Davíð til halds og trausts við vinnslu greinarinnar var vinkona hans Sigríður Björnsdóttir og voru þau nokkrar vikur að fullvinna hana. Þar fjalla þau um tengsl myndarinnar við trúarbrögð, heimspeki og Tarot-spil. „Við erum miklir aðdáendur myndarinnar og höfum horft á hana í tugi skipta. Við höfum rætt um hana heima hjá okkur og í heitum pottum í sumarbústöðum og okkur fannst kominn tími til að ljúka þessu með þessum hætti," segir Davíð, sem rakst á síðuna þegar hann var að leita að upplýsingum um myndina. „Það er gaman að greinin skyldi vera birt og þeir voru ánægðir með hana „dúdarnir" sem sjá um síðuna."Jeff Bridges fór á kostum í hlutverki The Dude í The Big Lebowski.The Big Lebowski gerist í Los Angeles og fjallar um atvinnulausa keiluspilarann The Dude og vini hans. Frá því að myndin var frumsýnd 1998 hefur hún smám saman öðlast költ-stöðu bæði hér heima og erlendis. Í Reykjavík hefur verið haldin árleg Lebowski-hátíð og í Bandaríkjunum hafa verið haldnar ráðstefnur þar sem leikarar myndarinnar, þar á meðal aðalleikarinn Jeff Bridges, hafa látið sjá sig. Davíð segir að myndin sé margslungnari en margir halda, eins og kemur berlega í ljós þegar grein hans er lesin. „Mikið af tarot-hugleiðingunum er frá Siggu en ég hafði mestan áhuga á því sem mér sýndist vera Biblíutilvitnanir og heimspekitilvitnanir, sem eru þarna, engin spurning," segir hann. Davíð, sem verður 63 ára á þessu ári, viðurkennir að margir í kringum hann séu undrandi á þessu óvenjulega áhugamáli hans. „Ég held að fólki finnist allur áhugi sem skilar sér ekki í beinhörðum peningum frekar undarlegur. En ég hef alltaf fengið sterk áhugamál. Ég var einu sinni með áhuga á Passíusálmunum og það fannst fólki algjörlega óþolandi en á meðan maður er með áhugamál er maður í einhverjum skilningi lifandi." Davíð er einnig með ljósmyndabók í smíðum sem hann vonast til að gefa út síðar á þessu ári. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira