Lífið

Ellefu hljómsveitir í úrslitum

Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir, söngkona Primavera, sem keppir í úrslitunum á laugardaginn.
Melkorka Sjöfn Magnúsdóttir, söngkona Primavera, sem keppir í úrslitunum á laugardaginn.
Ellefu hljómsveitir hafa verið valdar til þátttöku í úrslitum Músíktilrauna sem verða haldin í Íslensku óperunni á laugardaginn.

„Það eru rosalega flottar hljómsveitir komnar. Þetta eru mjög fjölbreytt bönd, dálítið rokkuð en inni á milli er smá raftónlist, þungarokk og eitístónlist," segir Einar Rafn Þórhallsson, skipuleggjandi Músíktilrauna.

Fjórða og síðasta undanúrslitakvöldinu lauk í Tjarnarbíói á mánudagskvöld. Salurinn kaus áfram hljómsveitina Primavera, sem er skipuð fimm ungmennum úr Kópavogi sem spila klassískt rokk. Dómnefndin valdi rokkbandið My Final Warning.

Áður höfðu tryggt sér sæti í úrslitunum rokkbandið Postartica, sem er meðal annars skipað Minnu Rún Pálmadóttur, dóttur söngvarans Pálma Gunnarssonar, djass-fusion-fönkbandið Virtual Times, hljómsveitirnar Murrk og Súr, rafpoppararnir í Samaris og prog-rokkararnir í For the Sun Is Red. Í gær valdi dómefndin svo aukalega hljómsveitirnar The Wicked Strangers, Askur Yggdrasils og Joe and the Dragon.

Einar Rafn býst við skemmtilegu úrslitakvöldi. „Hljómsveitirnar hafa núna viku til að undirbúa sig fyrir kvöldið og koma með eitt nýtt lag en þau eru með þrjú á úrslitakvöldinu," segir hann.

Úrslitin hefjast klukkan 16 á laugardaginn og mun sigursveitin frá því í fyrra, Of Monsters and Men, hefja kvöldið.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.