Lífið

Fer ekki að vekja upp þennan dauða hest

Quarashi er hætt Sölvi Blöndal segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að Quarashi muni snúi aftur. Hann starfar nú hjá Seðlabanka Svíþjóðar.Fréttablaðið/Vilhelm
Quarashi er hætt Sölvi Blöndal segir ekkert hæft í fréttum þess efnis að Quarashi muni snúi aftur. Hann starfar nú hjá Seðlabanka Svíþjóðar.Fréttablaðið/Vilhelm
„Þetta er alveg úr lausu lofti gripið,“ segir Sölvi Blöndal tónlistarmaður.

Vísir.is greindi frá því í gær að hljómsveitin Quarashi væri að íhuga endurkomu í sumar.

Sagði í frétt á vefnum að sveitin myndi leika á tónleikum á útihátíð í júlí sem kallast Besta hátíðin. Sölvi Blöndal, sem var höfuðpaur sveitarinnar, kvaðst koma af fjöllum yfir þessum fréttum þegar Fréttablaðið náði í hann í gær.

„Maður fer nú ekki að vekja upp þennan dauða hest. Eins vænt og mér þykir um Quarashi þá er þetta ekki að fara að gerast.“

Sölvi er búsettur í Stokkhólmi en er í stuttri heimsókn á Íslandi. Hann er menntaður hagfræðingur og hefur undanfarið starfað í Seðlabanka Svíþjóðar.

„Ég er að vinna rannsóknarverkefni fyrir Seðlabankann í Svíþjóð. Á kvöldin sinni ég svo tónlistarþörfinni,“ segir Sölvi. Þó að önnur verkefni hafi tekið við síðan hann var í Quarashi segist Sölvi ekki geta sleppt því að vinna að tónlist.

„Ég er að vinna með sænskri stelpu og það er von á efni frá okkur með vorinu. Það gæti komið lag í spilun í apríl eða maí.“- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.