Trekantur og tjáning Sigga Dögg skrifar 4. apríl 2011 19:00 „Ég er í krísu! Kærasti minn vill prófa að fá aðra stelpu með okkur í rúmið og tönnlast endalaust á því. Ég veit ekki hvað ég á að gera því ég er hrædd um að þetta gæti haft skrítin áhrif á sambandið og ég er líka hrædd um að verða öfundsjúk. Vill maður eitthvað sjá kærasta sinn vera með annarri stelpu og hvað ef ég enda útundan? Endar svona einhvern tímann vel?"Svar: Áhyggjur þínar eru réttmætar og fyrst þær eru til staðar þá er ég ekki viss um að viðbótarrekkjunautur sé eitthvað sem þið ættuð að prófa. Ég hvet þig til að forvitnast um hvaða hvati liggur að baki því hjá kærastanum þínum að fá aðra stelpu í rúmið. Hvernig hafði hann séð þetta fyrir sér; mætti viðbótarekkjunauturinn vera strákur? Hvað má hver aðili gera við hvern? Þetta eru mikilvægar spurningar sem þarf að fá skýr svör við og ef þið ákveðið að gera þetta þarf að setja reglur og passa að báðir aðilar séu sáttir. Ef þú ert spennt fyrir því að prófa að vera með annarri stelpu þá gætu reglurnar snúist um það að kærastinn þinn fengi eingöngu að vera áhorfandi. Þó að pör hafi prófað að bæta við aðila í kynlífið er það einstaklingsbundið hvort vel tekst til eða ekki. Ef ykkur langar að krydda kynlífið gætuð þið til dæmis talað um „ósýnilega" þriðja aðilann og hvað þið mynduð gera með viðkomandi. Passaðu bara að láta ekki pressa þig út í eitthvað sem þú ert ekki tilbúin í né sátt við. Tjáning„Hæ Sigga Dögg, Ég hef lesið pistlana þína nokkuð reglulega og þú talar oft um að lykillinn að góðu kynlífi sé tjáskipti, það að geta sagt til um hvað þú vilt. Þetta er alveg örugglega rétt hjá þér, en ertu með einhver ráð fyrir stelpur sem eiga alls ekki svo auðvelt með að tjá sig á þennan hátt án þess að fara í keng?"Svar: Fyrir mörgum er kynlíf feimnismál og tilhugsunin um að biðja um ákveðna hluti mjög framandi. Ég held að fyrsta skrefið sé að vita hvað maður vill. Þegar þú veist það þá er næsta skref að geta beðið um það. Þar skiptir máli að þér líði vel með kynlífsfélaga þínum og þú treystir viðkomandi. Þú gætir „æft" þig á vinkonum þínum eða vinum og þá skiptir ekki höfuðmáli að segja nákvæmlega frá því sem þér finnst gott heldur almennt að æfa þig í að tala um kynlíf. Æfingin skapar meistarann og það gæti verið gott að byrja smátt og vinna sig svo upp frá því. Stundum getur verið auðveldara að færa athyglina frá sér þegar maður kynnist nýjum kynlífsfélaga. Fyrsta skrefið gæti verið að spyrja kynlífsfélagann hvað honum þyki gott og svo í framhaldinu að segja hvað þér þykir gott. Byrjaðu strax og nefndu upphátt öll þau mismunandi nöfn sem þér dettur í hug fyrir kynfæri karla og kvenna. Góða skemmtun! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
„Ég er í krísu! Kærasti minn vill prófa að fá aðra stelpu með okkur í rúmið og tönnlast endalaust á því. Ég veit ekki hvað ég á að gera því ég er hrædd um að þetta gæti haft skrítin áhrif á sambandið og ég er líka hrædd um að verða öfundsjúk. Vill maður eitthvað sjá kærasta sinn vera með annarri stelpu og hvað ef ég enda útundan? Endar svona einhvern tímann vel?"Svar: Áhyggjur þínar eru réttmætar og fyrst þær eru til staðar þá er ég ekki viss um að viðbótarrekkjunautur sé eitthvað sem þið ættuð að prófa. Ég hvet þig til að forvitnast um hvaða hvati liggur að baki því hjá kærastanum þínum að fá aðra stelpu í rúmið. Hvernig hafði hann séð þetta fyrir sér; mætti viðbótarekkjunauturinn vera strákur? Hvað má hver aðili gera við hvern? Þetta eru mikilvægar spurningar sem þarf að fá skýr svör við og ef þið ákveðið að gera þetta þarf að setja reglur og passa að báðir aðilar séu sáttir. Ef þú ert spennt fyrir því að prófa að vera með annarri stelpu þá gætu reglurnar snúist um það að kærastinn þinn fengi eingöngu að vera áhorfandi. Þó að pör hafi prófað að bæta við aðila í kynlífið er það einstaklingsbundið hvort vel tekst til eða ekki. Ef ykkur langar að krydda kynlífið gætuð þið til dæmis talað um „ósýnilega" þriðja aðilann og hvað þið mynduð gera með viðkomandi. Passaðu bara að láta ekki pressa þig út í eitthvað sem þú ert ekki tilbúin í né sátt við. Tjáning„Hæ Sigga Dögg, Ég hef lesið pistlana þína nokkuð reglulega og þú talar oft um að lykillinn að góðu kynlífi sé tjáskipti, það að geta sagt til um hvað þú vilt. Þetta er alveg örugglega rétt hjá þér, en ertu með einhver ráð fyrir stelpur sem eiga alls ekki svo auðvelt með að tjá sig á þennan hátt án þess að fara í keng?"Svar: Fyrir mörgum er kynlíf feimnismál og tilhugsunin um að biðja um ákveðna hluti mjög framandi. Ég held að fyrsta skrefið sé að vita hvað maður vill. Þegar þú veist það þá er næsta skref að geta beðið um það. Þar skiptir máli að þér líði vel með kynlífsfélaga þínum og þú treystir viðkomandi. Þú gætir „æft" þig á vinkonum þínum eða vinum og þá skiptir ekki höfuðmáli að segja nákvæmlega frá því sem þér finnst gott heldur almennt að æfa þig í að tala um kynlíf. Æfingin skapar meistarann og það gæti verið gott að byrja smátt og vinna sig svo upp frá því. Stundum getur verið auðveldara að færa athyglina frá sér þegar maður kynnist nýjum kynlífsfélaga. Fyrsta skrefið gæti verið að spyrja kynlífsfélagann hvað honum þyki gott og svo í framhaldinu að segja hvað þér þykir gott. Byrjaðu strax og nefndu upphátt öll þau mismunandi nöfn sem þér dettur í hug fyrir kynfæri karla og kvenna. Góða skemmtun!