Blessuð sértu sveitin mín Roald Eyvindsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Kurteist fólk. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Stefán Karl Stefánsson, Eggert Þorleifsson og Hilmir Snær Guðnason. Verkfræðingur (Stefán Karl Stefánsson) í tilvistarkreppu flytur vestur í Búðardal, þangað sem hann á ættir að rekja, til að koma sláturhúsi staðarins í gang. Sú tilraun á þó eftir að reynast þrautin þyngri þar sem ekki er öllum jafn gefið um þennan björgunarleiðangur. Kurteist fólk gerir grín að „besservisserum" úr borginni sem þykjast ætla að bjarga landsbyggðinni frá sjálfri sér, þar búa líka eintómir aumingjar eins og einn leyfir sér að benda á. Verkfræðingurinn Lárus leggur þannig af stað vestur svolítið kokhraustur án þess að hafa græna glóru um hvað hann er að ana út í, enda bera tilraunir hans til að vinna bæjarbúa á sitt band lítinn árangur framan af. Í upphafi er reyndar ljóst að Lárus hefur litla stjórn á þessari vegferð. Tónninn er settur þegar honum tekst ekki að skipta um geisladisk í notuðum bíl sem hann kaupir til að keyra vestur. Með misheppnað hjónaband, atvinnumissi og erfiða æsku litaða af alkóhólisma, í baksýnisspeglinum er ferðin ekki síður flótti frá vandamálum sem erfitt virðist að sleppa frá. Draugar fortíðar bókstaflega skjóta upp kollinum á leiðinni og minningar um skrautlegt líferni foreldranna eru lífseigar meðal bæjarbúa. Uppgjör við liðna tíð er því óumflýjanlegt líkt og við bæjarsamfélagið sem Lárusi gengur illa að ná til. Búðardalur er smækkuð mynd af íslensku samfélagi samtímans þar sem spilling, vafasöm viðskipti og gjálífi, veður uppi á meðan lýðræði og fagleg vinnubrögð verða hornreka. Topparnir hafa ekki áhuga á öðru en að maka krókinn og bregðast skiljanlega hinir verstu við þegar aðkomumaðurinn gerir tilraun til að hrista upp í ástandinu; Hugmyndinni um sveitarómatík rækilega snúið á hvolf. Alvarlegur undirtónninn og hvöss ádeilan komast vel til skila, með endurlitum úr fortíð Lárusar og dökkri mynd af sveitapólitíkinni, þótt allt sé fremur á léttum nótum. Það má þakka ágætu handriti sem þó hefði mátt vera aðeins þéttara. Lopinn er teygður og afleiðingarnar þær að myndin verður langdregin á köflum og kraftlaus. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson nær að laða það besta fram í leikhópnum enda fagmaður á ferð. Stefán Karl Stefánsson dansar á milli þess að vera brjóstumkennanlegur og fyndinn sem hinn lánlausi Lárus. Eggert Þorleifsson er skemmtilega slóttugur sveitarstjóri og Halldóra Geirharðsdóttir er firna sterk í hlutverki ískalds bankastjóra, fulltrúa spillingaraflanna í sveitinni. Hilmir Snær Guðnason smellpassar í hlutverk ástsjúks mjólkurbússtjóra og Ágústa Eva Erlendsdóttir er viðkunnanleg sem ástarviðfang Hilmis og Stefáns. Aðrir skila sínu vel, einkum Margrét Ákadóttir sem drykkfelld móðir Lárusar. Loks á Wojciech Golczewski sérstakt hrós skilið fyrir tónlist sem styður myndefnið, sem er fallega rammað inn og skeytt saman þökk sé góðri myndatöku og klippingu. Niðurstaða: Ágætis mynd með boðskap sem á fullt erindi í íslenskan samtíma. Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kurteist fólk. Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson. Aðalhlutverk: Stefán Karl Stefánsson, Eggert Þorleifsson og Hilmir Snær Guðnason. Verkfræðingur (Stefán Karl Stefánsson) í tilvistarkreppu flytur vestur í Búðardal, þangað sem hann á ættir að rekja, til að koma sláturhúsi staðarins í gang. Sú tilraun á þó eftir að reynast þrautin þyngri þar sem ekki er öllum jafn gefið um þennan björgunarleiðangur. Kurteist fólk gerir grín að „besservisserum" úr borginni sem þykjast ætla að bjarga landsbyggðinni frá sjálfri sér, þar búa líka eintómir aumingjar eins og einn leyfir sér að benda á. Verkfræðingurinn Lárus leggur þannig af stað vestur svolítið kokhraustur án þess að hafa græna glóru um hvað hann er að ana út í, enda bera tilraunir hans til að vinna bæjarbúa á sitt band lítinn árangur framan af. Í upphafi er reyndar ljóst að Lárus hefur litla stjórn á þessari vegferð. Tónninn er settur þegar honum tekst ekki að skipta um geisladisk í notuðum bíl sem hann kaupir til að keyra vestur. Með misheppnað hjónaband, atvinnumissi og erfiða æsku litaða af alkóhólisma, í baksýnisspeglinum er ferðin ekki síður flótti frá vandamálum sem erfitt virðist að sleppa frá. Draugar fortíðar bókstaflega skjóta upp kollinum á leiðinni og minningar um skrautlegt líferni foreldranna eru lífseigar meðal bæjarbúa. Uppgjör við liðna tíð er því óumflýjanlegt líkt og við bæjarsamfélagið sem Lárusi gengur illa að ná til. Búðardalur er smækkuð mynd af íslensku samfélagi samtímans þar sem spilling, vafasöm viðskipti og gjálífi, veður uppi á meðan lýðræði og fagleg vinnubrögð verða hornreka. Topparnir hafa ekki áhuga á öðru en að maka krókinn og bregðast skiljanlega hinir verstu við þegar aðkomumaðurinn gerir tilraun til að hrista upp í ástandinu; Hugmyndinni um sveitarómatík rækilega snúið á hvolf. Alvarlegur undirtónninn og hvöss ádeilan komast vel til skila, með endurlitum úr fortíð Lárusar og dökkri mynd af sveitapólitíkinni, þótt allt sé fremur á léttum nótum. Það má þakka ágætu handriti sem þó hefði mátt vera aðeins þéttara. Lopinn er teygður og afleiðingarnar þær að myndin verður langdregin á köflum og kraftlaus. Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson nær að laða það besta fram í leikhópnum enda fagmaður á ferð. Stefán Karl Stefánsson dansar á milli þess að vera brjóstumkennanlegur og fyndinn sem hinn lánlausi Lárus. Eggert Þorleifsson er skemmtilega slóttugur sveitarstjóri og Halldóra Geirharðsdóttir er firna sterk í hlutverki ískalds bankastjóra, fulltrúa spillingaraflanna í sveitinni. Hilmir Snær Guðnason smellpassar í hlutverk ástsjúks mjólkurbússtjóra og Ágústa Eva Erlendsdóttir er viðkunnanleg sem ástarviðfang Hilmis og Stefáns. Aðrir skila sínu vel, einkum Margrét Ákadóttir sem drykkfelld móðir Lárusar. Loks á Wojciech Golczewski sérstakt hrós skilið fyrir tónlist sem styður myndefnið, sem er fallega rammað inn og skeytt saman þökk sé góðri myndatöku og klippingu. Niðurstaða: Ágætis mynd með boðskap sem á fullt erindi í íslenskan samtíma.
Lífið Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira