Ghostface Killah: Djammið og dömurnar á Íslandi heilla 1. apríl 2011 10:00 til íslands í fyrsta sinn Ghostface Killah heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á laugardaginn. nordicphotos/getty Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Ghostface Killah, meðlimur Wu-Tang Clan, heldur tónleika á Nasa á laugardagskvöld. Hann er einhleypur og hlakkar til að kynnast næturlífinu í Reykjavík. Bandaríski rapparinn Ghostface Killah stígur á svið á Nasa á laugardagskvöld á tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival. Hann er klár í slaginn og ávarpar blaðamann eins og sönnum rappara sæmir: „Yo, wassup! Any Iceland dogs out there?" Herra Ghostface hlakkar mikið til Íslandsfararinnar: „Ég hef aldrei komið þangað áður. Hvernig staður er þetta? Er góður matur þarna?" Sjálfur segist hann ekki eiga neinn uppáhaldsmat: „Ég er hættur að borða ýmsar tegundir af mat. Ég vona bara að þegar við komum verðið þið með eitthvað gott handa okkur," segir hann og vísar í breytt mataræði vegna sykursýki sem hann greindist með árið 1996. Hún hefur vitaskuld haft áhrif á hans daglega líf. „Maður getur ekki gert sumt af því sem maður gerði áður. Maður verður að fara varlega." Ghostface Killah heitir réttu nafni Dennis Coles og fæddist árið 1970. Hann ólst upp á Staten Island í New York og steig fyrst fram á sjónarsviðið á fyrstu plötu rappsveitarinnar Wu-Tang Clan, hinni vinsælu Enter the Wu-Tang (36 Chambers) sem kom út 1993. Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta rappsveit sögunnar og hefur gefið út fimm plötur, þá síðustu fyrir fjórum árum. Liðsmenn sveitarinnar, sem upphaflega voru níu talsins, hafa einnig gefið út fjölda sólóplatna, þar á meðal Ghostface sem hefur sent frá sér níu stykki. Hann er þekktur fyrir hratt og hnitmiðað rímnaflæði sitt og hefur verið duglegur við að nota búta úr eldri lögum á farsælum ferli sínum. Aðspurður segir hann engan sérstakan tónlistarmann vera í uppáhaldi hjá sér. „Þeir eru eiginlega margir. Það eru samt ekki þessir nýju gaurar heldur meira þessir frá því í gamla daga," segir hann. Innblásturinn fyrir lagasmíðum sínum og textagerð fær hann úr lífinu sjálfu. „Við upplifum alls konar kringumstæður og göngum í gegnum mismunandi hluti í lífinu. Maður tekur þessa hluti sem maður sér og það sem maður heyrir um og býr til setningar úr þessum aðstæðum," greinir hann frá. „Síðan tengir maður þetta auðvitað við tónlistina. Minn innblástur kemur úr lífinu sjálfu og hversu erfitt það getur verið. Ég gæti ekki skrifað þessa texta án þess að hafa upplifað alls konar hluti eða heyrt af því sem aðrir hafa gengið í gegnum." Ghostface er að undirbúa nýja plötu með D-Block sem kemur út síðar á þessu ári. Sjötta plata Wu-Tang Clan er þó ekki á teikniborðinu alveg strax. „Það eru margar plötur á leiðinni, maður verður bara að grípa þær. Sumir [úr Wu-Tang] eru tilbúnir með plötur eins og Masta Killa og Genius (GZA) og Raekwon er nýbúinn að gefa út. Sumir eru líka að vinna í bíómyndum þannig að það eru allir mjög uppteknir. Við gerum hlutina skref fyrir skref og sjáum svo til hvað gerist í framtíðinni." Aðspurður segist hann sakna þess að hanga með félögum sínum í Wu-Tang eins og í gamla daga. „Mér finnst frábært að vera með þeim en við erum orðnir eldri núna og erum ekki eins mikið saman og þegar við vorum að byrja. Menn eru líka með fjölskyldur og ýmislegt þannig. Ég sakna þess samt alltaf að búa til tónlist með þeim og fara í tónleikaferðir því þar er uppruni okkar." Ghostface er einhleypur og langar að kynnast næturlífinu í Reykjavík og dömunum sem þar eru á hverju strái. Einnig vonast hann til að skoða sig um á landinu ef hann hefur tíma til þess. Enginn úr Wu-Tang Clan verður með honum á sviðinu á Nasa en samt sem áður lofar Ghostface kröftugum og flottum tónleikum. „Ég skora á fólk að mæta á tónleikana og sjá okkur. Við skulum skemmta okkur vel saman á Íslandi." freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira