Innlent

Vilja afnema tvöfalt kerfi slitastjórna og -nefnda

Skilanefndir föllnu bankanna munu hafa starfað í nærri þrjú ár þegar þær verða lagðar niður í haust, hljóti frumvarp þess efnis brautargengi.
Fréttablaðið/GVA
Skilanefndir föllnu bankanna munu hafa starfað í nærri þrjú ár þegar þær verða lagðar niður í haust, hljóti frumvarp þess efnis brautargengi. Fréttablaðið/GVA
Sex þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram frumvarp um afnán skilanefnda fyrir viðskiptabankana sem fóru í þrot við hrunið. Verkefni skilanefndanna færist til slitastjórna 1. september verði frumvarpið samþykkt.

Fjármálaeftirlitið skipaði skilanefndir fyrir föllnu bankana þrjá eftir setningu neyðarlaganna í október 2008. Samhliða tóku til starfa slitastjórnir skipaðar af héraðsdómara.

Þingmennirnir segja nokkuð hafa verið rætt á Alþingi um það fyrirkomulag að hafa skilanefndir og slitastjórnir starfandi samhliða. Viðskiptanefnd Alþingis hafi talið eðlilegt að svo væri ekki því „tvöfalt kerfi væri ekki heillavænlegt til framtíðar“ eins og segir í greinagerð sexmenninganna. Ekki hafi þó verið sett tímamörk á hvenær þetta fyrirkomulag tæki enda.

„Séu í hópi skilanefndarmanna einstaklingar sem hafa víðtæka þekkingu og góð persónuleg sambönd við kröfuhafa ætti að vera mögulegt að ráða viðkomandi einstaklinga til starfa fyrir slitastjórnina,“ segja sexmenningarnir og svara þannig helstu rökum sem færð hafa verið fyrir því að hafa bæði skilanefndir og slitastjórnir starfandi fyrir hvert og eitt þrotabú gömlu bankanna þriggja.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×