Innlent

Fjórðungur lifir

Endurlífgun Íslendingar eru vel upplýstir um fyrstu hjálp.
Endurlífgun Íslendingar eru vel upplýstir um fyrstu hjálp.
Hlutfall þeirra sem útskrifast af Landspítala eftir hjartaendurlífgun er með því hæsta sem gerist í heiminum. Frá þessu var greint á Vísindaþingi skurð-, svæfingar- og gjörgæslulækna um síðustu helgi.

„Af þeim sjúklingum sem komust lifandi á Landspítala eftir endurlífgun vegna hjartaáfalls útskrifaðist fjórðungur lifandi,“ segir Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á bráðasviði Landspítala, en árangurinn í öðrum löndum er yfirleitt 10-15 prósent. Meðal þess sem útskýrir góðan árangur er hátt hlutfall grunnendurlífgunar, en í 62 prósentum tilvika var endurlífgun reynd fyrir komu neyðarbíls. - sg / sjá Allt í miðju blaðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×