Innlent

Dæmd fyrir að kýla snyrtifræðing

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi konuna.
Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi konuna.
Rúmlega tvítug kona hefur verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 200 þúsunda króna í skaðabætur fyrir að kýla aðra konu í andlitið. Hin síðarnefnda hlaut glóðarauga og blóðnasir.

Árásarkonan kvaðst hafa verið á leið á dansgólf skemmtistaðar á Akureyri ásamt vinkonu sinni þegar karlmaður hefði farið að dansa í kringum hana og strjúka á henni rassinn og mjaðmirnar. Hún hefði hellt úr glasi yfir hann, hann haldið sér fastri, hin konan þá skorist í leikinn og hún slegið hana óvart. Dómurinn taldi þetta ótrúverðugt þegar mikill áverki fórnarlambsins var hafður í huga. Að auki báru konan, sem fyrir árásinni varð, svo og vitni, að árásarkonan hefði átt upptökin á dansgólfinu. Þá kom fram að vegna áverka fórnarlambsins varð hún að vera frá vinnu dögum saman, því ekki þótti boðlegt að láta hana mæta til vinnu sem snyrtifræðingur, með bólgið og blátt auga, vegna eðli starfsins.

Árásarkonan hafði áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot og rauf nú skilorð.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×