Innlent

„Hér skulu blása ferskir vindar“

Stjórnlagaráðsmönnunum Illuga Jökulssyni og Þorvaldi Gylfasyni féllust ekki hendur þótt þeir hafi á sínum fyrsta stjórnlagaráðsfundi fengið í hendur 700 blaðsíðna skýrslu frá stjórnlaganefnd. Þvert á móti glugguðu þeir glaðbeittir í doðrantinn.
Fréttablaðið/gva
Stjórnlagaráðsmönnunum Illuga Jökulssyni og Þorvaldi Gylfasyni féllust ekki hendur þótt þeir hafi á sínum fyrsta stjórnlagaráðsfundi fengið í hendur 700 blaðsíðna skýrslu frá stjórnlaganefnd. Þvert á móti glugguðu þeir glaðbeittir í doðrantinn. Fréttablaðið/gva
Fyrsti formlegi fundur stjórnlagaráðs fór fram að Ofanleiti 2 í Reykjavík í gær. Ómar Ragnarsson, aldursforseti ráðsins, stýrði fundinum. „Hér skulu blása ferskir vindar,“ sagði hann í ræðu sinni. „Við lítum á okkur sem hlekk í keðju kynslóðanna og framvindu sögunnar.“

Stjórnlagaráð hefur skipað fimm manna hóp, undir forystu Vilhjálms Þorsteinssonar, til að koma með tillögur að starfsháttum ráðsins. Líkleg niðurstaða er að fundað verði vikulega og sýnt frá fundunum í beinni útsendingu, en starfað verði í nefndum þess á milli. Ráðið á að starfa í þrjá til fjóra mánuði.

Formaður og varaformaður ráðsins verða kosnir í dag. Stjórnlagaráð fékk í hendur 700 blaðsíðna skýrslu stjórnlaganefndar um stjórnarskrármálefni. Þar leggur nefndin meðal annars til að í stjórnarskrá verði sett ákvæði um þjóðareign á auðlindum og að 15 prósent kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fundinum í gær lauk á þjóðlegum nótum, með því að fundarmenn sungu saman Öxar við ána. Til stendur að ljúka öllum fundum ráðsins með söng. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×