Lífið

Leita aðdáanda Ghostface Killah

Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar að eiganda geisladisks sem rapparinn Ghostface Killah áritaði. Fréttablaðið/vilhelm
Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar að eiganda geisladisks sem rapparinn Ghostface Killah áritaði. Fréttablaðið/vilhelm
Ingibjörg Finnbogadóttir, framkvæmdastjóri RFF, leitar nú logandi ljósi að ungum manni sem sótti tónleika rapparans Ghostface Killah síðasta laugardag. Pilturinn sóttist eftir eiginhandaráritun rapparans á geisladisk og tóku aðstandendur RFF-hátíðarinnar það að sér að útvega honum hana. Geisladiskurinn hefur þó ekki enn komist í hendur eiganda síns.

 

„Starfsmaður RFF sá strákinn standa í þvögunni og veifa geisladiski og penna. Hún ákvað að athuga hvað væri í gangi og hann segir henni að hann sé að reyna að verða sér úti um eiginhandaráritun Ghostface Killah. Starfsmaðurinn ákvað að aðstoða strákinn og tekur að sér að fá diskinn áritaðan,“ útskýrir Ingibjörg. Diskurinn komst í hendur rapparans daginn eftir tónleikana og tók Ingibjörg svo aftur við honum með það að markmiði að skila honum til eiganda síns. „Við höfum ekki fundið strákinn ennþá og auglýsum því eftir honum hér,“ segir Ingibjörg. Kveðjan sem rapparinn skrifaði til hins unga manns var að sögn Ingibjargar mjög hlýleg og skrifaði hann meðal annars „Thanks for everything. Stay strong. Warm love, Ghostface“. Eigandi disksins getur nálgast hann í móttöku Fréttablaðsins.- sm

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.