Klikkuð áfengislöggjöf Atli Fannar Bjarkason skrifar 9. apríl 2011 06:00 Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun
Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um herta áfengislöggjöf. Verði frumvarpið samþykkt verður bannað að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í eins umbúðum og áfengir drykkir. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti, eins og tíðkast hefur. Það er auðvitað yfirgengilega vitlaust að mega ekki auglýsa það sem er löglegt. Ennþá vitlausara er að mega ekki auglýsa það sem þarf ekki sérstakt leyfi til að selja, eins og t.d léttöl. Í ljósi settra og væntanlegra laga er hjákátlegt að áfengi er auglýst í miklu mæli hér á landi í gegnum erlenda fjölmiðla. Tímaritið Rolling Stone má auglýsa bjór á Íslandi en Mannlíf má það ekki. Evrópusambandið og alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sett sérstakar reglur um áfengisauglýsingar í staðinn fyrir að leggja til að þær séu bannaðar. Samkvæmt reglunum má hvorki gefa í skyn að áfengi hafi jákvæð áhrif á líkama né aksturhæfileika. Þá má ekki láta líta út fyrir að áfengi leysi deilur fólks eða hafi læknandi áhrif. Loks er stranglega bannað að gefa í skynað áfengisneysla sé ávísun á kynferðislega sigra. Eftirfarandi auglýsing er semsagt ólögleg samkvæmt reglunum: Renglulegur maður maður gengur inn á líkamsræktarstöð. Viðstaddir fylgjast flissandi með þegar hann gengur inn í tækjasalinn með leðurtösku á öxlinni. Hann sest niður við stærstu lóðin, rífur í leðurtöskuna, rennir frá og tekur upp glansandi bjórkippu. Hann opnar einn ískaldan og sturtar upp í sig af miklum móð, vöðvarnir tútna út og hann byrjar að pumpa lóðunum. Skyndilega þagnar tónlistin og óþekktur maður gengur hægum skrefum inn. Þetta er faðir mannsins og þeir eru ekki sáttir. Hann horfir í augu föður síns og tekur svo upp tvo bjóra í viðbót. Þeir skála sáttir. Loks gengur fönguleg stúlka inn í líkamsræktarstöðina. Söguhetjan gefur merki um að hann þurfi næði áður en hann sturtar í sig síðasta bjórnum og flekar stúlkuna með áfengisdrifnum persónutöfrum sínum. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir áfengisframleiðendur og -birgja að fara ekki þessa klikkuðu leið í auglýsingum sínum. Klikkaðara er að setja lög sem skapandi auglýsingastofur eiga í engum vandræðum með að finna leið hjá.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun