Innlent

Vilja lög gegn dýrakynlífi

Stjórnmálamenn og dýraverndunarsamtök í Danmörku hafa kallað eftir löggjöf gegn kynlífi með dýrum eftir umdeilda heimildarmynd sem sýnd var nýverið í sjónvarpi.

Dómsmálaráðherrann Lars Barfoed segir að þó hann sé alfarið á móti slíku framferði, sé ekki víst að sérstök lög þurfi um kynlíf með dýrum. Núverandi lög kveði á um bann gegn misnotkun dýra, en hann sé þó tilbúinn til að ræða málið á þinginu á ný. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×