Lýðræðislegt gjald Ólafur Stephensen skrifar 12. apríl 2011 07:00 Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir. EES gleymist líka þegar reynt er að telja okkur trú um að Evrópusambandið sé "ólýðræðislegt skrifræðisbákn“. Það er hægt að færa rök fyrir því að ESB sé bákn, sem samþykkir mikið af lögum og reglugerðum. Í samanburði við stjórnsýslu flestra aðildarríkjanna er það þó smátt í sniðum. Það má líka halda fram að ákvarðanir í ESB skorti lýðræðislegt lögmæti vegna þess að þær séu teknar býsna langt frá borgurum einstakra aðildarríkja. Þó eru ákvarðanirnar teknar af ráðherrum sem hafa lýðræðislegt umboð og Evrópuþingið, sem kjörið er beint af ESB-borgurum, hefur fengið aukin völd. Það sem andstæðingar "ólýðræðislega skrifræðisbáknsins“ gleyma hins vegar er að með EES-samningnum skuldbatt Ísland sig til þess að leiða nánast sjálfkrafa í íslenzk lög veigamikinn hluta þeirra laga og reglna sem samþykktar eru í Brussel – og það án þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi hafi nokkur áhrif að ráði á samþykkt þeirra. Ef hægt er að tala um "lýðræðishalla“ í Evrópusambandinu er sá lýðræðishalli tvöfaldur þegar kemur að þeim yfir 8.000 tilskipunum og reglugerðum sem Ísland hefur þegið af Evrópusambandinu undanfarin sautján ár. Það er reyndar áhugaverð þversögn að sumir þeir sem tala mest um vonda báknið í Brussel voru sjálfir í hópi þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir samþykkt EES-samningsins – og þar með hlutdeild okkar í bákninu. Maximilian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla Íslands, ræddi hinn meinta lýðræðishalla í ESB í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Um hinn tvöfalda lýðræðishalla Íslendinga segir hann: "Pólitískt séð hljóta allir að vilja endurheimta eitthvað af þessu glataða fullveldi. Það hljóta allir að vilja sitja við borðið þar sem er verið að semja um þá. Þetta er augljósasti punkturinn og um leið áhugaverður við afstöðu Íslendinga til Evrópu. Þið viljið taka þátt í samvinnunni, og af góðum ástæðum, en þið gangið ekki alla leið heldur eruð tilbúin að greiða þetta lýðræðislega gjald sem er að vera ekki viðstödd þegar ákvarðanir eru teknar.“ Ein rökin fyrir því að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru að þar með fengjum við á ný áhrif á ákvarðanir, sem skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni og þær ákvarðanir yrðu háðar lýðræðislegu aðhaldi íslenzkra kjósenda, eins og kjósenda í öðrum ríkjum ESB. Fáir tala fyrir því að Ísland segi sig frá EES-samningnum. Hann hefur að flestu leyti verið til góðs. En til lengdar getum við ekki sætt okkur við að greiða það lýðræðislega gjald, sem í honum felst. Sízt af öllu er hægt að halda því fram að lýðræðinu reiddi verr af með ESB-aðild Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun
Sautján ára aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu virðist furðu oft gleymast í umræðum um Evrópumál. Hún gleymist til dæmis þegar talað er um "aðlögunarviðræður“ en ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið og því haldið fram að íslenzkt samfélag þurfi að taka gagngerum breytingum, áður en til aðildar að ESB getur komið. Þeir sem tala svona hafa ekki tekið eftir þeim gífurlegu breytingum sem EES-aðildin hefur leitt af sér, en í samanburðinum er undirbúningur stjórnsýslunnar fyrir hugsanlega ESB-aðild smámunir. EES gleymist líka þegar reynt er að telja okkur trú um að Evrópusambandið sé "ólýðræðislegt skrifræðisbákn“. Það er hægt að færa rök fyrir því að ESB sé bákn, sem samþykkir mikið af lögum og reglugerðum. Í samanburði við stjórnsýslu flestra aðildarríkjanna er það þó smátt í sniðum. Það má líka halda fram að ákvarðanir í ESB skorti lýðræðislegt lögmæti vegna þess að þær séu teknar býsna langt frá borgurum einstakra aðildarríkja. Þó eru ákvarðanirnar teknar af ráðherrum sem hafa lýðræðislegt umboð og Evrópuþingið, sem kjörið er beint af ESB-borgurum, hefur fengið aukin völd. Það sem andstæðingar "ólýðræðislega skrifræðisbáknsins“ gleyma hins vegar er að með EES-samningnum skuldbatt Ísland sig til þess að leiða nánast sjálfkrafa í íslenzk lög veigamikinn hluta þeirra laga og reglna sem samþykktar eru í Brussel – og það án þess að lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi hafi nokkur áhrif að ráði á samþykkt þeirra. Ef hægt er að tala um "lýðræðishalla“ í Evrópusambandinu er sá lýðræðishalli tvöfaldur þegar kemur að þeim yfir 8.000 tilskipunum og reglugerðum sem Ísland hefur þegið af Evrópusambandinu undanfarin sautján ár. Það er reyndar áhugaverð þversögn að sumir þeir sem tala mest um vonda báknið í Brussel voru sjálfir í hópi þeirra sem hvað ákafast börðust fyrir samþykkt EES-samningsins – og þar með hlutdeild okkar í bákninu. Maximilian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla Íslands, ræddi hinn meinta lýðræðishalla í ESB í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins. Um hinn tvöfalda lýðræðishalla Íslendinga segir hann: "Pólitískt séð hljóta allir að vilja endurheimta eitthvað af þessu glataða fullveldi. Það hljóta allir að vilja sitja við borðið þar sem er verið að semja um þá. Þetta er augljósasti punkturinn og um leið áhugaverður við afstöðu Íslendinga til Evrópu. Þið viljið taka þátt í samvinnunni, og af góðum ástæðum, en þið gangið ekki alla leið heldur eruð tilbúin að greiða þetta lýðræðislega gjald sem er að vera ekki viðstödd þegar ákvarðanir eru teknar.“ Ein rökin fyrir því að semja um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru að þar með fengjum við á ný áhrif á ákvarðanir, sem skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni og þær ákvarðanir yrðu háðar lýðræðislegu aðhaldi íslenzkra kjósenda, eins og kjósenda í öðrum ríkjum ESB. Fáir tala fyrir því að Ísland segi sig frá EES-samningnum. Hann hefur að flestu leyti verið til góðs. En til lengdar getum við ekki sætt okkur við að greiða það lýðræðislega gjald, sem í honum felst. Sízt af öllu er hægt að halda því fram að lýðræðinu reiddi verr af með ESB-aðild Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun