Ljósmóðirin Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. apríl 2011 08:15 Herra forseti, hann er kominn," sagði aðstoðarmaðurinn. Forsetinn leit upp. "Einn?" "Nei, Styrmir er með honum, eins og um var samið." "Gott, vísaðu ritstjóranum inn, ég kalla á Styrmi á eftir." "Skal gert." Nokkrum sekúndum síðar var barið að dyrum. "Ko…" röddin gaf sig og forsetinn rak upp falsettu. Fjandinn, hann mátti ekki við þessu á þessum tímapunkti. Hann kyngdi munnvatni og dró inn andann: "Kom inn." Það ískraði í hjörunum þegar dyrnar opnuðust. Ritstjórinn var kominn. Ritstjórinn leit í kringum sig, eins og til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki fyrirsát, og gekk inn hægum skrefum. Mennirnir horfðu hvor á annan í vandræðalegri þögn og skiptust á að ræskja sig. Loks tók ritstjórinn af skarið. "Hvernig hefur frúin það?" "Áttu við þessa sem þú reyndir að ógilda hjónaband mitt við?" svaraði forsetinn kuldalega. Ritstjóranum brá greinilega en lét ekki slá sig út af laginu. "Já, ætli það hafi ekki verið "skítlega eðlið" sem hafi náð yfirhöndinni?!" svaraði hann með sama hryssingi. "Hvað viltu?" sagði forsetinn þreytulega. "Vil ég?" svaraði gesturinn. "Styrmir sagði mér að þú vildir tala við mig." "Nú," svaraði forsetinn, "hann sagði við mig að þú vildir tala við mig." "Herrar mínir!" gall í Styrmi, sem stikaði inn með kaffivagn á undan sér. "Ætli ég skuldi ykkur ekki skýringu á þessum fundi," sagði hann með afsakandi brosi. Augu ritstjórans tútnuðu út. "Já, heldurðu það?!" "Þetta eru merkilegir tímar sem við lifum," útskýrði Styrmir og skenkti kaffi í bolla. "Undanfarinn áratug var hér ríkjandi hugmyndafræði sem þið fóruð fyrir, annar lagði jarðveginn og sáði í hann, en hinn vökvaði með mælsku sinni." Styrmir leit á þá til skiptis og brosti sínu sykraðasta brosi. "Að sönnu hefur orðið ákveðið bakslag í þeirri þróun en það þarf ekki að tákna endalokin." "Hvað ertu að fara?" spurði forsetinn. "Ég er bara að segja að nú þarf að beita óhefðbundnum meðulum," sagði Styrmir, "og tímabært að vissir menn, umm … kyngi stoltinu og geri, öh … málamiðlanir. Hugsi sko um heildarmyndina." Styrmir sá birtu bregða fyrir í augum mannanna þegar hinn óumflýjanlegi sannleikur rann upp fyrir þeim; eins og þeir sæju hvor annan í réttu ljósi í fyrsta sinn á ævinni. Þetta var góð stund. Styrmi hlýnaði að innan þegar hann fann efann sem hafði nagað hann í hálft þriðja ár víkja fyrir gamalli vissu: þetta var enn ógeðslegt þjóðfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun
Herra forseti, hann er kominn," sagði aðstoðarmaðurinn. Forsetinn leit upp. "Einn?" "Nei, Styrmir er með honum, eins og um var samið." "Gott, vísaðu ritstjóranum inn, ég kalla á Styrmi á eftir." "Skal gert." Nokkrum sekúndum síðar var barið að dyrum. "Ko…" röddin gaf sig og forsetinn rak upp falsettu. Fjandinn, hann mátti ekki við þessu á þessum tímapunkti. Hann kyngdi munnvatni og dró inn andann: "Kom inn." Það ískraði í hjörunum þegar dyrnar opnuðust. Ritstjórinn var kominn. Ritstjórinn leit í kringum sig, eins og til að ganga úr skugga um að þetta væri ekki fyrirsát, og gekk inn hægum skrefum. Mennirnir horfðu hvor á annan í vandræðalegri þögn og skiptust á að ræskja sig. Loks tók ritstjórinn af skarið. "Hvernig hefur frúin það?" "Áttu við þessa sem þú reyndir að ógilda hjónaband mitt við?" svaraði forsetinn kuldalega. Ritstjóranum brá greinilega en lét ekki slá sig út af laginu. "Já, ætli það hafi ekki verið "skítlega eðlið" sem hafi náð yfirhöndinni?!" svaraði hann með sama hryssingi. "Hvað viltu?" sagði forsetinn þreytulega. "Vil ég?" svaraði gesturinn. "Styrmir sagði mér að þú vildir tala við mig." "Nú," svaraði forsetinn, "hann sagði við mig að þú vildir tala við mig." "Herrar mínir!" gall í Styrmi, sem stikaði inn með kaffivagn á undan sér. "Ætli ég skuldi ykkur ekki skýringu á þessum fundi," sagði hann með afsakandi brosi. Augu ritstjórans tútnuðu út. "Já, heldurðu það?!" "Þetta eru merkilegir tímar sem við lifum," útskýrði Styrmir og skenkti kaffi í bolla. "Undanfarinn áratug var hér ríkjandi hugmyndafræði sem þið fóruð fyrir, annar lagði jarðveginn og sáði í hann, en hinn vökvaði með mælsku sinni." Styrmir leit á þá til skiptis og brosti sínu sykraðasta brosi. "Að sönnu hefur orðið ákveðið bakslag í þeirri þróun en það þarf ekki að tákna endalokin." "Hvað ertu að fara?" spurði forsetinn. "Ég er bara að segja að nú þarf að beita óhefðbundnum meðulum," sagði Styrmir, "og tímabært að vissir menn, umm … kyngi stoltinu og geri, öh … málamiðlanir. Hugsi sko um heildarmyndina." Styrmir sá birtu bregða fyrir í augum mannanna þegar hinn óumflýjanlegi sannleikur rann upp fyrir þeim; eins og þeir sæju hvor annan í réttu ljósi í fyrsta sinn á ævinni. Þetta var góð stund. Styrmi hlýnaði að innan þegar hann fann efann sem hafði nagað hann í hálft þriðja ár víkja fyrir gamalli vissu: þetta var enn ógeðslegt þjóðfélag.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun