Lífið

Karlar ekki hrifnir af nýjustu tísku

Síð pils Breskir karlmenn eru ekki hrifnir af síðum pilsum og kjólum í anda tíunda áratugarins og vilja meina að slík föt minni þá á ömmu sína.
Síð pils Breskir karlmenn eru ekki hrifnir af síðum pilsum og kjólum í anda tíunda áratugarins og vilja meina að slík föt minni þá á ömmu sína.
Axlapúðar Söngkonan Beyoncé Knowles er hrifin af ýktum öxlum en það eru breskir karlmenn ekki.nORDICPHOTOS/GETTY
Ef marka má könnun sem breska dagblaðið Daily Mail gerði hafa karlmenn mikla skoðun á því hverju konur klæðast eða öllu heldur hverju þær eiga ekki að klæðast.

Nýjasta kvenmannstískan, sem einkennist af víðum buxum, síðum pilsum og klossuðum skóm, virðist ekki leggjast vel í breska karlmenn. Þeir vilja einnig leggja blátt bann við dýramunstruðum flíkum og klossum með tréhæl, sem er uppáhald margra kvenna.

Sem betur fer er smekkur manna misjafn en fyrir þá sem ætla að klæða sig upp til að ganga í augun á hinu kyninu er kannski best að reyna að komast hjá því að klæðast því sem sést á þessum myndum.- áp

eNGIR KLOSSAR Unga kynslóðin hefur tekið ástfóstri á ný við gömlu góðu Dr. Martens skóna en strákarnir eru ekki eins hrifnir samkvæmt könnuninni.
Dýramunstur Strákum finnst dýramunstur ekki fallegt á kvenmannsklæðnaði.
Trésólar Klossar og aðrir skór með tréhæl ganga ekki í augun á öðrum karlmönnum en hönnuðinum Karl Lagerfeld, sem notar þá óspart hjá Chanel.
Víðar buxur Tvíburarnir Mary-Kate og Ashley Olsen eru þekktar fyrir að vera með puttana á púlsinum í tískunni en breskir karlmenn eru ekki hrifnir af víðum buxum eins og þær klæðast á þessari mynd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×