Nýjar leikreglur, nýr leikur Þorvaldur Gylfason skrifar 21. apríl 2011 06:00 Stjórnarskráin geymir æðstu lög og leikreglur sérhvers lands. Þegar nauðsyn knýr á um breyttar leikreglur svo sem Alþingi og rannsóknarnefnd Alþingis hafa mælt fyrir um, þá búumst við til að breyta leikreglunum ekki til málamynda, heldur beinlínis til að breyta leiknum, til að bæta þjóðfélagið og skila því til afkomenda okkar í betra horfi en áður. Þetta gerist með tvennu móti. Í fyrsta lagi knýr ný stjórnarskrá á um nýja löggjöf á þeim sviðum, þar sem við á, eða breytta framkvæmd laga. Í annan stað opnar ný stjórnarskrá leiðir til dómsmála, þar sem menn geta leitað réttar síns í ljósi nýrra ákvæða í stjórnarskrá. Nýrri stjórnarskrá er ekki ætlað að vera dauður bókstafur, heldur lifandi löggjöf. Óspillt umhverfi og mannréttindiTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Hugsum okkur, að inn í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sé bætt nýrri grein, þar sem aðgangur að óspilltu umhverfi er talinn til mannréttinda. Stjórnlaganefnd leggur þetta til (Skýrsla stjórnlaganefndar 2011, 1. bindi, bls. 80). Hliðstæður má finna í stjórnarskrám nálægra landa, til dæmis í Noregi og Finnlandi. Mörgum mun finnast rík ástæða er til að bæta slíku ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands, þar eð hvorki löggjafarvaldið né framkvæmdarvaldið hefur hingað til fengizt til að taka á einum brýnasta umhverfisvanda Íslands með því að girða fyrir gróðurspjöll og uppblástur af völdum lausagöngu búfjár og hrossa. „Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi", segir á vefsetri Landgræðslu ríkisins eftir þrotlausa baráttu frá 1907. Það er engin furða, úr því að stjórnvöld fást ekki enn til að ráðast að rótum vandans með því að láta loka sauðfé og hross inni í girðingum. Umhverfisráðuneytið þarf að fela Landgræðslunni að stöðva lausagöngu búfjár og hrossa án frekari tafar í stað þess að halda áfram að verja skattfé í vonlausa baráttu við lausgangandi búpening og hross, sem eira engum gróðri. Úr því að stjórnvöld hafa brugðizt í þessu máli, er ástæða til að binda hendur þeirra í stjórnarskránni. Setjum nú svo, að ný stjórnarskrá taki gildi með slíku umhverfisverndarákvæði. Þá þarf Alþingi í samræmi við nýja stjórnarskrá að leiða í lög, að búfé og hross skuli lokuð inni í girðingum í landverndarskyni líkt og í nálægum löndum og umhverfisráðuneytinu sé skylt að sjá til þess, að lögunum sé framfylgt. Verði misbrestur á því, er hægt að stefna lögbrjótum fyrir rétt. Vanræki ráðuneytið skyldu sína til að sjá til þess, að lögunum sé framfylgt, er hægt að kæra ráðherrann til stjórnlagadómstóls, sem myndi samkvæmt nýrri stjórnarskrá fjalla um slík kærumál. Komist stjórnlagadómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að umhverfisráðherrann hafi vanrækt skyldu sína til að sjá til þess, að girt sé fyrir lausagöngu, getur dómstóllinn vísað málinu til ríkissaksóknara, og getur hann þá ákært ráðherrann fyrir vanrækslu. Nærri má geta, hvort ráðherrar myndu þá ekki hugsa sig tvisvar um, áður en þeir vanvirtu stjórnarskrána. Þetta dæmi skýrir, hvernig betra jafnvægi milli framkvæmdarvalds og dómsvalds með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti gæti stöðvað uppblástur Íslands. Um það geta óháðir náttúrufræðingar vitnað, en varla Umhverfisstofnun, enda virðist hún starfa í sama anda og Fjármálaeftirlitið fyrir hrun. Stjórnarskráin getur stöðvað hernaðinn gegn landinuÆtla má, að stjórnlagaráð leggi til umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá í samræmi við tillögur þjóðfundar og stjórnlaganefndar, sem stjórnlagaráði ber að taka mið af. Og þó, kannski strandar málið. Kannski eru Íslendingar eins og Rússar inni við beinið og eftir því hirðulausir um landið og miðin, svo sem ekki bara uppblásturinn vitnar um og meðfylgjandi moldrok í öll þessi ár, heldur einnig ástand fiskstofnanna, brottkastið, hvalveiðarnar í óþökk umheimsins og allt það. Óþrifnaðurinn í hjarta Reykjavíkur vitnar ekki um djúpa virðingu fyrir umhverfinu, og ekki ber kjördæmaskipanin sök á því. Þess er þá ef til vill ekki að vænta, að meiri hluti fólksins í landinu og meiri hluti stjórnlagaráðs hafi, þegar á reynir, miklar áhyggjur af uppblæstri landsins og undirrót hans, sem er og hefur alltaf verið óheft lausaganga búfjár og hrossa. Það mun koma í ljós. Enginn þeirra fimm flokka, sem eiga nú fulltrúa á Alþingi, virðist skeyta nóg um uppblástur landsins af völdum lausagöngu til að hafa orð á honum í stefnuskrám sínum – þrátt fyrir þrotlausar brýningar Halldórs Laxness, Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu, Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings og margra annarra landgræðslumanna í meira en hundrað ár. Þjóðfundurinn vísar veginn. Stjórnarskráin þarf að virða og vernda landið handa komandi kynslóðum, úr því að Alþingi brást. Markmið góðrar stjórnarskrár er einmitt að reisa girðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun
Stjórnarskráin geymir æðstu lög og leikreglur sérhvers lands. Þegar nauðsyn knýr á um breyttar leikreglur svo sem Alþingi og rannsóknarnefnd Alþingis hafa mælt fyrir um, þá búumst við til að breyta leikreglunum ekki til málamynda, heldur beinlínis til að breyta leiknum, til að bæta þjóðfélagið og skila því til afkomenda okkar í betra horfi en áður. Þetta gerist með tvennu móti. Í fyrsta lagi knýr ný stjórnarskrá á um nýja löggjöf á þeim sviðum, þar sem við á, eða breytta framkvæmd laga. Í annan stað opnar ný stjórnarskrá leiðir til dómsmála, þar sem menn geta leitað réttar síns í ljósi nýrra ákvæða í stjórnarskrá. Nýrri stjórnarskrá er ekki ætlað að vera dauður bókstafur, heldur lifandi löggjöf. Óspillt umhverfi og mannréttindiTökum dæmi, svo að ekkert fari á milli mála. Hugsum okkur, að inn í mannréttindakafla stjórnarskrárinnar sé bætt nýrri grein, þar sem aðgangur að óspilltu umhverfi er talinn til mannréttinda. Stjórnlaganefnd leggur þetta til (Skýrsla stjórnlaganefndar 2011, 1. bindi, bls. 80). Hliðstæður má finna í stjórnarskrám nálægra landa, til dæmis í Noregi og Finnlandi. Mörgum mun finnast rík ástæða er til að bæta slíku ákvæði inn í stjórnarskrá Íslands, þar eð hvorki löggjafarvaldið né framkvæmdarvaldið hefur hingað til fengizt til að taka á einum brýnasta umhverfisvanda Íslands með því að girða fyrir gróðurspjöll og uppblástur af völdum lausagöngu búfjár og hrossa. „Enn á sér þó stað hraðfara eyðing gróðurs og jarðvegs á Íslandi", segir á vefsetri Landgræðslu ríkisins eftir þrotlausa baráttu frá 1907. Það er engin furða, úr því að stjórnvöld fást ekki enn til að ráðast að rótum vandans með því að láta loka sauðfé og hross inni í girðingum. Umhverfisráðuneytið þarf að fela Landgræðslunni að stöðva lausagöngu búfjár og hrossa án frekari tafar í stað þess að halda áfram að verja skattfé í vonlausa baráttu við lausgangandi búpening og hross, sem eira engum gróðri. Úr því að stjórnvöld hafa brugðizt í þessu máli, er ástæða til að binda hendur þeirra í stjórnarskránni. Setjum nú svo, að ný stjórnarskrá taki gildi með slíku umhverfisverndarákvæði. Þá þarf Alþingi í samræmi við nýja stjórnarskrá að leiða í lög, að búfé og hross skuli lokuð inni í girðingum í landverndarskyni líkt og í nálægum löndum og umhverfisráðuneytinu sé skylt að sjá til þess, að lögunum sé framfylgt. Verði misbrestur á því, er hægt að stefna lögbrjótum fyrir rétt. Vanræki ráðuneytið skyldu sína til að sjá til þess, að lögunum sé framfylgt, er hægt að kæra ráðherrann til stjórnlagadómstóls, sem myndi samkvæmt nýrri stjórnarskrá fjalla um slík kærumál. Komist stjórnlagadómstóllinn að þeirri niðurstöðu, að umhverfisráðherrann hafi vanrækt skyldu sína til að sjá til þess, að girt sé fyrir lausagöngu, getur dómstóllinn vísað málinu til ríkissaksóknara, og getur hann þá ákært ráðherrann fyrir vanrækslu. Nærri má geta, hvort ráðherrar myndu þá ekki hugsa sig tvisvar um, áður en þeir vanvirtu stjórnarskrána. Þetta dæmi skýrir, hvernig betra jafnvægi milli framkvæmdarvalds og dómsvalds með gagnkvæmu aðhaldi og eftirliti gæti stöðvað uppblástur Íslands. Um það geta óháðir náttúrufræðingar vitnað, en varla Umhverfisstofnun, enda virðist hún starfa í sama anda og Fjármálaeftirlitið fyrir hrun. Stjórnarskráin getur stöðvað hernaðinn gegn landinuÆtla má, að stjórnlagaráð leggi til umhverfisverndarákvæði í stjórnarskrá í samræmi við tillögur þjóðfundar og stjórnlaganefndar, sem stjórnlagaráði ber að taka mið af. Og þó, kannski strandar málið. Kannski eru Íslendingar eins og Rússar inni við beinið og eftir því hirðulausir um landið og miðin, svo sem ekki bara uppblásturinn vitnar um og meðfylgjandi moldrok í öll þessi ár, heldur einnig ástand fiskstofnanna, brottkastið, hvalveiðarnar í óþökk umheimsins og allt það. Óþrifnaðurinn í hjarta Reykjavíkur vitnar ekki um djúpa virðingu fyrir umhverfinu, og ekki ber kjördæmaskipanin sök á því. Þess er þá ef til vill ekki að vænta, að meiri hluti fólksins í landinu og meiri hluti stjórnlagaráðs hafi, þegar á reynir, miklar áhyggjur af uppblæstri landsins og undirrót hans, sem er og hefur alltaf verið óheft lausaganga búfjár og hrossa. Það mun koma í ljós. Enginn þeirra fimm flokka, sem eiga nú fulltrúa á Alþingi, virðist skeyta nóg um uppblástur landsins af völdum lausagöngu til að hafa orð á honum í stefnuskrám sínum – þrátt fyrir þrotlausar brýningar Halldórs Laxness, Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu, Ingva Þorsteinssonar náttúrufræðings og margra annarra landgræðslumanna í meira en hundrað ár. Þjóðfundurinn vísar veginn. Stjórnarskráin þarf að virða og vernda landið handa komandi kynslóðum, úr því að Alþingi brást. Markmið góðrar stjórnarskrár er einmitt að reisa girðingar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun