Smokkur > þvagblaðra Atli Fannar Bjarkason skrifar 23. apríl 2011 06:00 Fyrir ekkert svo mörgum ár, þegar ég var ungur og fallegur, hitti ég stelpu og varð rosalega skotinn í henni. Hún varð líka skotin í mér og ekki leið á löngu þar til við vorum byrjuð að staðfesta ást okkar á lostafullan hátt sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum. Með grunnskólakynfræðsluna í fersku minni taldi ég ekki ráðlegt að gera það án þess ganga úr skugga um að skagfirskt ofursæði mitt myndi ekki barna stúlkuna. Þess vegna notaði ég smokkinn frá upphafi sambandsins. Í fyrstu kláraði ég birgðir sem mér hafði áskotnast hér og þar, en allt í þessum heimi er hverfult og einn af öðrum urðu smokkarnir ónothæfir um leið og þeir uppfylltu tilgang sinn. Þá voru góð ráð dýr. Ég þurfti semsagt í fyrsta skipti á ævinni að fara út í búð og kaupa pakka af smokkum. Ég var á viðkvæmum aldri og tilhugsunin um að afgreiðslustúlkurnar á Olís á Selfossi myndu vita persónulegustu persónuupplýsingar sem til eru um mig var skelfileg. Ég bað því eldri og reyndari vin minn um að leysa málið og keypti mér þannig gálgafrest. Vandamálið leystist síðar sjálfkrafa. Ég kyngdi stoltinu og hóf að kaupa smokka sjálfur og geri enn þann dag í dag með eftirtektarverðum árangri. Fyrr í vikunni hrintu nokkur góð samtök og fyrirtæki á Íslandi af stað góðu átaki til að hvetja fólk til að nota smokkinn. Tíðni kynsjúkdóma á Íslandi segir okkur að allt of fáir nenna að smeygja á sig þessum óþreytandi varnarjaxli og kjósa þess í stað að taka sénsinn á hinum og þessum afleiðingum lárétta mambósins. Það er sorglegt miðað við þægindin sem við upplifum í dag. Þetta hefur nefnilega ekki alltaf verið jafn auðvelt. Forfeður okkar reyndu til að mynda ýmsar skapandi aðferðir, sem reyndust misvél. Í Asíu á 15. öld settu menn lítinn klút framan á vininn og bundu hann fastan með borða. Það hefur eflaust tekið sinn tíma. Þá var aðeins á færi yfirstéttarinnar að nota aðferðina enda áttu ekki allir efni á klútum og borðum. Seinna á sömu öld voru Evrópubúar byrjaðir að nota ýmis innyfli úr dýrum í sama tilgangi, til dæmis þarma og þvagblöðrur. Miklu síðar byrjuðu menn að framleiða smokka úr gúmmíi og latexi. Nú vil ég ekki hljóma eins og riddari pólitískrar rétthugsunar, ríðandi um á skjannahvítum hesti hins eina sanna sannleika, slátrandi öllu því sem rúmast ekki innan skynsamlegra og siðsamlegra marka hins fullkomna ferhyrnings. Ég er samt á þeirri skoðun að smokkanotkun eigi að vera jafn sjálfsögð og regluleg næring, enda njótum við góðs af þróunarvinnu sem hefur staðið yfir áratugum saman. Sæðisdrepandi og sleipiefnasmurðir smokkar nútímans eru nefnilega lúxus miðað við það sem forfeður okkar máttu þola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun
Fyrir ekkert svo mörgum ár, þegar ég var ungur og fallegur, hitti ég stelpu og varð rosalega skotinn í henni. Hún varð líka skotin í mér og ekki leið á löngu þar til við vorum byrjuð að staðfesta ást okkar á lostafullan hátt sem ég ætla ekki að lýsa í smáatriðum. Með grunnskólakynfræðsluna í fersku minni taldi ég ekki ráðlegt að gera það án þess ganga úr skugga um að skagfirskt ofursæði mitt myndi ekki barna stúlkuna. Þess vegna notaði ég smokkinn frá upphafi sambandsins. Í fyrstu kláraði ég birgðir sem mér hafði áskotnast hér og þar, en allt í þessum heimi er hverfult og einn af öðrum urðu smokkarnir ónothæfir um leið og þeir uppfylltu tilgang sinn. Þá voru góð ráð dýr. Ég þurfti semsagt í fyrsta skipti á ævinni að fara út í búð og kaupa pakka af smokkum. Ég var á viðkvæmum aldri og tilhugsunin um að afgreiðslustúlkurnar á Olís á Selfossi myndu vita persónulegustu persónuupplýsingar sem til eru um mig var skelfileg. Ég bað því eldri og reyndari vin minn um að leysa málið og keypti mér þannig gálgafrest. Vandamálið leystist síðar sjálfkrafa. Ég kyngdi stoltinu og hóf að kaupa smokka sjálfur og geri enn þann dag í dag með eftirtektarverðum árangri. Fyrr í vikunni hrintu nokkur góð samtök og fyrirtæki á Íslandi af stað góðu átaki til að hvetja fólk til að nota smokkinn. Tíðni kynsjúkdóma á Íslandi segir okkur að allt of fáir nenna að smeygja á sig þessum óþreytandi varnarjaxli og kjósa þess í stað að taka sénsinn á hinum og þessum afleiðingum lárétta mambósins. Það er sorglegt miðað við þægindin sem við upplifum í dag. Þetta hefur nefnilega ekki alltaf verið jafn auðvelt. Forfeður okkar reyndu til að mynda ýmsar skapandi aðferðir, sem reyndust misvél. Í Asíu á 15. öld settu menn lítinn klút framan á vininn og bundu hann fastan með borða. Það hefur eflaust tekið sinn tíma. Þá var aðeins á færi yfirstéttarinnar að nota aðferðina enda áttu ekki allir efni á klútum og borðum. Seinna á sömu öld voru Evrópubúar byrjaðir að nota ýmis innyfli úr dýrum í sama tilgangi, til dæmis þarma og þvagblöðrur. Miklu síðar byrjuðu menn að framleiða smokka úr gúmmíi og latexi. Nú vil ég ekki hljóma eins og riddari pólitískrar rétthugsunar, ríðandi um á skjannahvítum hesti hins eina sanna sannleika, slátrandi öllu því sem rúmast ekki innan skynsamlegra og siðsamlegra marka hins fullkomna ferhyrnings. Ég er samt á þeirri skoðun að smokkanotkun eigi að vera jafn sjálfsögð og regluleg næring, enda njótum við góðs af þróunarvinnu sem hefur staðið yfir áratugum saman. Sæðisdrepandi og sleipiefnasmurðir smokkar nútímans eru nefnilega lúxus miðað við það sem forfeður okkar máttu þola.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun