Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna 26. apríl 2011 07:00 Fancy Pants Global stækkar hratt, en fyrsti leikur fyrirtækisins var tilnefndur til tveggja norrænna tölvuleikjaverðlauna. „Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
„Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur," segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó. Leikurinn er tilnefndur í flokkunum besti norræni barnaleikurinn og besti norræni „handheld"-leikurinn. Í seinni flokknum eru leikir sem eru hannaðir fyrir ýmiss konar smátölvur og síma, eins og iPhone- og Android-síma. Viggó segir að Fancy Pants Global ætli að sjálfsögðu að senda fulltrúa á hátíðina, en íslenski leikjaiðnaðurinn verður þar með bás. Hann segir mikla samstöðu vera á meðal íslenskra leikjaframleiðenda. „Þetta verður ógeðslega gaman og að vera með tilnefningu gerir þetta ennþá meira spennandi," segir Viggó. Fancy Pants Global vinnur nú að nýjum leik sem kallast Zorblobs og er væntanlegur síðar í sumar. „Heiladauðar geimverur ráðast á jörðina og þú þarft að bjarga heiminum," segir Viggó um leikinn. „Ef ég ætti að líka leiknum við aðra leiki myndi ég segja að hann væri eins og blanda Plants vs. Zombies og Angry Birds."- afb
Leikjavísir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira