Menningararfur sem þjóðareign Þorvaldur Gylfason skrifar 5. maí 2011 05:00 Þjóðir eiga eignir. Þetta eiga allir að geta skilið, enda almælt tíðindi, þótt öðru sé stundum haldið fram nánast eins og til að villa um fyrir fólki. Halldór Laxness skildi þetta, enda hefst Íslandsklukkan á þessum orðum: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka." Alþingismenn skilja þetta svo sem sjá má á fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Gunnar Thoroddsen prófessor, síðar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar 1978-1983, skildi þetta, eins og ráða má af þeim drögum að stjórnarskrártexta, sem hann skildi eftir sig og lýst er í nýrri ævisögu eftir Guðna Th. Jóhannesson. Þar er vitnað í tillögur Gunnars um ýmis nýmæli í stjórnarskrá með þessum orðum: „Þá skuli bundið í stjórnarskrá að „náttúruauðlindir landsins" séu „ævarandi eign Íslendinga" og „auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu" að eilífu „þjóðareign"." (bls. 545). Gunnar skildi, að náttúruauðlindir eru samkvæmt eðli máls þjóðareign svo sem hin alþjóðlega mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Sama máli gegnir um ýmis menningarverðmæti. Lítum á nokkur dæmi. Þingvellir, Skarðsbók og önnur handritÍ fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Ævinleg eign íslenzku þjóðarinnar felur samkvæmt þessari lagagrein í sér, að Þingvelli má aldrei selja eða veðsetja. Þetta er bersýnilega tilgangur þjóðareignarákvæðisins. Vilji löggjafans er skýr. Þessi lagagrein hefur staðið óbreytt frá 1928. Samkvæmt henni deilum við, sem nú erum uppi, þjóðgarðinum með óbornum kynslóðum Íslendinga. Bankarnir keyptu Skarðsbók á uppboði í London 1965, en bókin hafði verið í einkaeigu, ein fornra íslenzkra skinnhandrita svo vitað væri, og var hún slegin bönkunum fyrir 36.000 pund eða 6,6 milljónir íslenzkra króna. Bankarnir gáfu íslenzku þjóðinni Skarðsbók og afhentu ríkisstjórn Íslands hana til varðveizlu, eins og lýst er til dæmis í Öldinni okkar. Bankarnir gerðu Skarðsbók að eign allra Íslendinga – okkar, sem nú lifum, og einnig ófæddra afkomenda okkar – með það fyrir augum, að Skarðsbók mætti aldrei selja eða veðsetja, af því að hún er þjóðareign. Sama skilning er rétt að leggja í eignarhald íslenzku þjóðarinnar á handritunum, sem Danir skiluðu Íslendingum 1971-1996 og eru geymd í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Handritin voru gjöf Dana til Íslendinga. Við afhendingu fyrstu handritanna 1971 flutti utanríkisráðherra Dana, Poul Hartling, síðar forsætisráðherra, ávarp og sagði um handritin: „Við skilum þeim nú til Íslands, ekki vegna þjóðréttarlegra ákvæða, heldur sem gjöf." Ávarpið birtist í Morgunblaðinu 22. apríl 1971. Jónas Kristjánsson, þá forstöðumaður Árnastofnunar, lýsti eftir því á prenti tíu árum síðar, að senn yrði „tímabært að kveða skýrt á um eignarréttinn yfir þeim." (Heimkoma handritanna, fylgirit með Árbók Háskóla Íslands 1976-79, 1981, bls. 14.) Listasafn Einars Jónssonar og Leifur heppniEinar Jónsson myndhöggvari arfleiddi íslenzku þjóðina, en ekki ríkið eða Listasafn Íslands, að eigum sínu og safni. Hvers vegna þjóðina? Einstaka muni á Þjóðminjasafninu og Listasafninu geta þessi söfn væntanlega veðsett eða selt úr fórum sínum, ef þurfa þykir, en Þingvellir, Skarðsbók og Listasafn Einars Jónssonar verða hvorki veðsett né seld. Þetta er munurinn á þjóðareign og ríkiseign: þjóðin á þessar eignir, ríkið varðveitir þær. Þetta er höfuðinntak hugmyndarinnar og gildandi lagaákvæða um þjóðareign eins og Þorsteinn Gylfason prófessor rakti í bók sinni Réttlæti og ranglæti (1998). Þorsteinn nefndi eitt dæmi enn. Styttan af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti í Reykjavík er gjöf Bandaríkjanna til íslenzku þjóðarinnar samkvæmt áletrun aftan á stöplinum. Náttúruauðlindir og menningarverðmætiÞjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin hafa kallað einum rómi eftir ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, og það hafa flestir stjórnamálaflokkar á Alþingi einnig gert. Ætla má, að stjórnlagaráð hlýði þessu kalli. Til álita kemur einnig að setja í stjórnarskrána sambærilegt ákvæði um þjóðareignir, sem tilheyra menningararfi þjóðarinnar, svo sem handritin. Hliðstæðan er skýr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun
Þjóðir eiga eignir. Þetta eiga allir að geta skilið, enda almælt tíðindi, þótt öðru sé stundum haldið fram nánast eins og til að villa um fyrir fólki. Halldór Laxness skildi þetta, enda hefst Íslandsklukkan á þessum orðum: „Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka." Alþingismenn skilja þetta svo sem sjá má á fyrstu grein laganna um stjórn fiskveiða: ,,Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar." Gunnar Thoroddsen prófessor, síðar varaformaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra og formaður stjórnarskrárnefndar 1978-1983, skildi þetta, eins og ráða má af þeim drögum að stjórnarskrártexta, sem hann skildi eftir sig og lýst er í nýrri ævisögu eftir Guðna Th. Jóhannesson. Þar er vitnað í tillögur Gunnars um ýmis nýmæli í stjórnarskrá með þessum orðum: „Þá skuli bundið í stjórnarskrá að „náttúruauðlindir landsins" séu „ævarandi eign Íslendinga" og „auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu" að eilífu „þjóðareign"." (bls. 545). Gunnar skildi, að náttúruauðlindir eru samkvæmt eðli máls þjóðareign svo sem hin alþjóðlega mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna kveður á um. Sama máli gegnir um ýmis menningarverðmæti. Lítum á nokkur dæmi. Þingvellir, Skarðsbók og önnur handritÍ fyrstu grein laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum frá 2004 segir svo: ,,Hið friðlýsta land skal vera undir vernd Alþingis og ævinleg eign íslensku þjóðarinnar. Það má aldrei selja eða veðsetja." Ævinleg eign íslenzku þjóðarinnar felur samkvæmt þessari lagagrein í sér, að Þingvelli má aldrei selja eða veðsetja. Þetta er bersýnilega tilgangur þjóðareignarákvæðisins. Vilji löggjafans er skýr. Þessi lagagrein hefur staðið óbreytt frá 1928. Samkvæmt henni deilum við, sem nú erum uppi, þjóðgarðinum með óbornum kynslóðum Íslendinga. Bankarnir keyptu Skarðsbók á uppboði í London 1965, en bókin hafði verið í einkaeigu, ein fornra íslenzkra skinnhandrita svo vitað væri, og var hún slegin bönkunum fyrir 36.000 pund eða 6,6 milljónir íslenzkra króna. Bankarnir gáfu íslenzku þjóðinni Skarðsbók og afhentu ríkisstjórn Íslands hana til varðveizlu, eins og lýst er til dæmis í Öldinni okkar. Bankarnir gerðu Skarðsbók að eign allra Íslendinga – okkar, sem nú lifum, og einnig ófæddra afkomenda okkar – með það fyrir augum, að Skarðsbók mætti aldrei selja eða veðsetja, af því að hún er þjóðareign. Sama skilning er rétt að leggja í eignarhald íslenzku þjóðarinnar á handritunum, sem Danir skiluðu Íslendingum 1971-1996 og eru geymd í Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Handritin voru gjöf Dana til Íslendinga. Við afhendingu fyrstu handritanna 1971 flutti utanríkisráðherra Dana, Poul Hartling, síðar forsætisráðherra, ávarp og sagði um handritin: „Við skilum þeim nú til Íslands, ekki vegna þjóðréttarlegra ákvæða, heldur sem gjöf." Ávarpið birtist í Morgunblaðinu 22. apríl 1971. Jónas Kristjánsson, þá forstöðumaður Árnastofnunar, lýsti eftir því á prenti tíu árum síðar, að senn yrði „tímabært að kveða skýrt á um eignarréttinn yfir þeim." (Heimkoma handritanna, fylgirit með Árbók Háskóla Íslands 1976-79, 1981, bls. 14.) Listasafn Einars Jónssonar og Leifur heppniEinar Jónsson myndhöggvari arfleiddi íslenzku þjóðina, en ekki ríkið eða Listasafn Íslands, að eigum sínu og safni. Hvers vegna þjóðina? Einstaka muni á Þjóðminjasafninu og Listasafninu geta þessi söfn væntanlega veðsett eða selt úr fórum sínum, ef þurfa þykir, en Þingvellir, Skarðsbók og Listasafn Einars Jónssonar verða hvorki veðsett né seld. Þetta er munurinn á þjóðareign og ríkiseign: þjóðin á þessar eignir, ríkið varðveitir þær. Þetta er höfuðinntak hugmyndarinnar og gildandi lagaákvæða um þjóðareign eins og Þorsteinn Gylfason prófessor rakti í bók sinni Réttlæti og ranglæti (1998). Þorsteinn nefndi eitt dæmi enn. Styttan af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti í Reykjavík er gjöf Bandaríkjanna til íslenzku þjóðarinnar samkvæmt áletrun aftan á stöplinum. Náttúruauðlindir og menningarverðmætiÞjóðfundurinn, stjórnlaganefndin og þjóðin hafa kallað einum rómi eftir ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá, og það hafa flestir stjórnamálaflokkar á Alþingi einnig gert. Ætla má, að stjórnlagaráð hlýði þessu kalli. Til álita kemur einnig að setja í stjórnarskrána sambærilegt ákvæði um þjóðareignir, sem tilheyra menningararfi þjóðarinnar, svo sem handritin. Hliðstæðan er skýr.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun