Allt eins og það á að vera hjá Þór Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. maí 2011 11:00 Chris Hemsworth og Anthony Hopkins leika Þór og Óðin í hasarmyndinni Thor. Kvikmyndir Thor. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Leikarar: Chris Hemsworth, Natalie Portman, Anthony Hopkins, Tom Hiddleston, Stellan Skarsgård, Rene Russo. Það er til ágætis flökkusaga um Bubba Morthens og þegar honum var boðið aðalhlutverkið í Hollywood-kvikmynd um teiknimyndasöguhetjuna Thor. Því miður varð ekki af gerð þeirrar myndar, en núna, rétt um aldarfjórðungi síðar, er loksins komin kvikmynd um þennan vinsæla Marvel-garp. Sagan er beint eftir uppskriftinni. Ofurhetja berst við ófreskjur og svikula fyrrverandi samherja, verður ástfanginn af „venjulegri" stúlku sem veit ekki að hann er ofurhetja, missir ofurmátt sinn tímabundið en öðlast hann að lokum aftur og bjargar heiminum. Eða í það minnsta deginum. Ég er ekki að skemma neitt fyrir ykkur þar sem þið hafið séð þetta þúsund sinnum áður. Thor er skemmtileg mynd að mestu. Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturnar, en þær gerast allar í hinum tölvugerða Ásgarði (sem lítur út eins og framtíðarlegt hommadiskótek) og ég var orðinn smeykur um að ég fengi aldrei að sjá hinum megin við green-screen tjaldið. En þegar Thor missir mátt sinn og er sendur til jarðar byrjar myndin fyrir alvöru. Chris Hemsworth er þrælskemmtilegur í titilhlutverkinu og efnileg hasarmyndahetja. Hann hefur skrokkinn sem til þarf, er fyndinn og leikur ágætlega. Hopkins er fæddur í hlutverk Óðins og Portman er sæt og fín. Það þarf víst ekki meira til að þessu sinni. En Thor kemst langa leið á húmornum og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt eins og teiknimyndasögur voru í gamla daga. Niðurstaða: Nokkuð vel heppnað ævintýri, þrátt fyrir fjarveru Bubba Morthens. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Kvikmyndir Thor. Leikstjóri: Kenneth Branagh. Leikarar: Chris Hemsworth, Natalie Portman, Anthony Hopkins, Tom Hiddleston, Stellan Skarsgård, Rene Russo. Það er til ágætis flökkusaga um Bubba Morthens og þegar honum var boðið aðalhlutverkið í Hollywood-kvikmynd um teiknimyndasöguhetjuna Thor. Því miður varð ekki af gerð þeirrar myndar, en núna, rétt um aldarfjórðungi síðar, er loksins komin kvikmynd um þennan vinsæla Marvel-garp. Sagan er beint eftir uppskriftinni. Ofurhetja berst við ófreskjur og svikula fyrrverandi samherja, verður ástfanginn af „venjulegri" stúlku sem veit ekki að hann er ofurhetja, missir ofurmátt sinn tímabundið en öðlast hann að lokum aftur og bjargar heiminum. Eða í það minnsta deginum. Ég er ekki að skemma neitt fyrir ykkur þar sem þið hafið séð þetta þúsund sinnum áður. Thor er skemmtileg mynd að mestu. Ég átti erfitt með fyrstu 25 mínúturnar, en þær gerast allar í hinum tölvugerða Ásgarði (sem lítur út eins og framtíðarlegt hommadiskótek) og ég var orðinn smeykur um að ég fengi aldrei að sjá hinum megin við green-screen tjaldið. En þegar Thor missir mátt sinn og er sendur til jarðar byrjar myndin fyrir alvöru. Chris Hemsworth er þrælskemmtilegur í titilhlutverkinu og efnileg hasarmyndahetja. Hann hefur skrokkinn sem til þarf, er fyndinn og leikur ágætlega. Hopkins er fæddur í hlutverk Óðins og Portman er sæt og fín. Það þarf víst ekki meira til að þessu sinni. En Thor kemst langa leið á húmornum og andrúmsloftið er létt og skemmtilegt eins og teiknimyndasögur voru í gamla daga. Niðurstaða: Nokkuð vel heppnað ævintýri, þrátt fyrir fjarveru Bubba Morthens.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira