Reiðiskattar Pawel Bartoszek skrifar 6. maí 2011 06:00 Ég hef einhvern tímann heyrt þá kröfu að lágmarkslaun ættu alla vega að vera jafnhá meðallaunum. Þetta markmið hljómar auðvitað vel í sjálfu sér, ég meina, hver á skilið að hafa laun undir meðallaunum? Örugglega ekki láglaunafólkið. Það er hins vegar kaldur og nöturlegur eiginleiki meðallauna að sumir verða að liggja undir þeim og aðrir yfir þeim, því annars væru þau ekki meðallaun. Og þó. Raunar er fræðilega séð, hægt að búa til launakerfi þar sem lágmarkslaun eru jafnhá meðallaunum. Til þess þurfa laun allra einfaldlega að vera jafnhá. Í raun er varla hægt að setja fram draumamarkmið jafnaðarstefnu með skýrari hætti en þeim að vilja að meðallaun verði jafnhá lægstu launum. Í þessa átt virðast stjórnarflokkarnir trítla. Innanríkisráðherra lagði til dæmis til nýlega að „við“ myndum bindast fastmælum um að hæstu laun yrðu aldrei meir en þreföld lægstu laun. Skref á leið. Áður en við höldum lengra skulum við átta okkur hve langt við erum frá því viðmiði sem ráðherrann leggur til. Skv. Hagstofu Íslands eru lágtekjumörk í kringum 157 þúsund á mánuði. Sé sú tala þrefölduð fást um það bil 470 þúsund. Skv. Hagstofu Íslands eru yfir 90% Íslendinga með ráðstöfunartekjur undir þeirri tölu. Langflestir Íslendingar liggja því þegar innan þeirra marka sem innanríkisráðherra leggur til og sjálfur get ég sofið rótt þótt örfáir liggi þar fyrir ofan. Sú hugmynd að við sem „samfélag“ myndum ákveða að engin hefði há laun hljómar kannski mildar en valdboð eða ofurskattar, en hvað þýðir hún? Samfélög geta ekki ákveðið hluti, þing og ríkisstjórnir og einstaklingar geta það. Er vilji til þess meðal þeirra sem hafa 450 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði til að lækka þessar tekjur sínar? Til hvers? Til að bregðast við einhverri samfélagslegri reiði? Eitthvað efast ég um að menn sýni það frumkvæði. Né heldur hvet ég þá til þess. Það að menn snúist hálfhring í afstöðu til hárra launa í kjölfar gjaldþrots heils geira atvinnulífs, þar sem laun þóttu oft há, er skiljanlegt. En áhyggjur okkar eiga mun fremur að snúa að þeim sem liggja í fátæktargildru og lenda í brattri brekku ofurjaðarskatta og tekjujöfnunar um leið og þeir reyna að klifra þaðan út. Sé nefnilega tekið tillit til venjulegra og sérstakra húsaleigubóta, atvinnuleysisbóta, barnabóta og allra tekjuskatta er hin raunverulega skattheimta á lág- og millitekjufólk gríðarleg. Ráðstöfunartekjur þess sem er með 450 þúsund á mánuði í laun ná ekki að vera 100 þúsund krónum hærri en þess sem er á atvinnuleysisbótum. Það gengur ekki. Út úr hálfblindri ríkidæmisdýrkun dettum við í algjöra speglun hennar. Nú er sem það geti ekki með nokkru móti verið að einn einasti hálaunamaður sé virði þeirra peninga sem hann fær greitt. Samt væri auðvelt fyrir hvern sem er að líta til nágrannalanda og sjá hvort laun lækna, sjómanna og forstjóra meðalstórra fyrirtækja séu hærri eða lægri hér. Ég kalla eftir að þeim samanburði verði beitt. Ekkert ríki er lengur eyland, jafnvel þótt það kunni að liggja á eyju. Sé það hugmynd að auka hóflega skatta á þá sem mestar tekjur hafa í því skyni að minnka skattbyrði lág- og millitekjufólks og fækka tekjutengingargildrum þá er það hugmynd sem er umræðu verð. En ætli stjórnvöld sér að stunda einhverja viðbragðaskattheimtu þá endum við með skattalegan bútasaum sem fælir frá þá sem menn vilja mjólka og refsar þeim sem menn vilja hjálpa. Ég get fallist á að skattkerfi eigi að hjálpa hinum fátækari, en ég get ekki fallist á að það að refsa hinum ríku sé markmið í sjálfu sér. Fjölmargt ríkt fólk býr á Norðurlöndum, þar sem skattar eru háir. Það er ásættanlegt að búa í ofurskattaríki ef skattkerfið er sæmilega stöðugt, en tekur ekki breytingum í kjölfar frétta af launum einstakra manna. Um skatta verða menn seint sammála. Ég vil að skattkerfið sé hvetjandi, aðrir vilja frekar að það sé „réttlátt“ og tekjujafnandi. Tökum þá umræðu. En tökum reiðina út úr jöfnunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Ég hef einhvern tímann heyrt þá kröfu að lágmarkslaun ættu alla vega að vera jafnhá meðallaunum. Þetta markmið hljómar auðvitað vel í sjálfu sér, ég meina, hver á skilið að hafa laun undir meðallaunum? Örugglega ekki láglaunafólkið. Það er hins vegar kaldur og nöturlegur eiginleiki meðallauna að sumir verða að liggja undir þeim og aðrir yfir þeim, því annars væru þau ekki meðallaun. Og þó. Raunar er fræðilega séð, hægt að búa til launakerfi þar sem lágmarkslaun eru jafnhá meðallaunum. Til þess þurfa laun allra einfaldlega að vera jafnhá. Í raun er varla hægt að setja fram draumamarkmið jafnaðarstefnu með skýrari hætti en þeim að vilja að meðallaun verði jafnhá lægstu launum. Í þessa átt virðast stjórnarflokkarnir trítla. Innanríkisráðherra lagði til dæmis til nýlega að „við“ myndum bindast fastmælum um að hæstu laun yrðu aldrei meir en þreföld lægstu laun. Skref á leið. Áður en við höldum lengra skulum við átta okkur hve langt við erum frá því viðmiði sem ráðherrann leggur til. Skv. Hagstofu Íslands eru lágtekjumörk í kringum 157 þúsund á mánuði. Sé sú tala þrefölduð fást um það bil 470 þúsund. Skv. Hagstofu Íslands eru yfir 90% Íslendinga með ráðstöfunartekjur undir þeirri tölu. Langflestir Íslendingar liggja því þegar innan þeirra marka sem innanríkisráðherra leggur til og sjálfur get ég sofið rótt þótt örfáir liggi þar fyrir ofan. Sú hugmynd að við sem „samfélag“ myndum ákveða að engin hefði há laun hljómar kannski mildar en valdboð eða ofurskattar, en hvað þýðir hún? Samfélög geta ekki ákveðið hluti, þing og ríkisstjórnir og einstaklingar geta það. Er vilji til þess meðal þeirra sem hafa 450 þúsund í ráðstöfunartekjur á mánuði til að lækka þessar tekjur sínar? Til hvers? Til að bregðast við einhverri samfélagslegri reiði? Eitthvað efast ég um að menn sýni það frumkvæði. Né heldur hvet ég þá til þess. Það að menn snúist hálfhring í afstöðu til hárra launa í kjölfar gjaldþrots heils geira atvinnulífs, þar sem laun þóttu oft há, er skiljanlegt. En áhyggjur okkar eiga mun fremur að snúa að þeim sem liggja í fátæktargildru og lenda í brattri brekku ofurjaðarskatta og tekjujöfnunar um leið og þeir reyna að klifra þaðan út. Sé nefnilega tekið tillit til venjulegra og sérstakra húsaleigubóta, atvinnuleysisbóta, barnabóta og allra tekjuskatta er hin raunverulega skattheimta á lág- og millitekjufólk gríðarleg. Ráðstöfunartekjur þess sem er með 450 þúsund á mánuði í laun ná ekki að vera 100 þúsund krónum hærri en þess sem er á atvinnuleysisbótum. Það gengur ekki. Út úr hálfblindri ríkidæmisdýrkun dettum við í algjöra speglun hennar. Nú er sem það geti ekki með nokkru móti verið að einn einasti hálaunamaður sé virði þeirra peninga sem hann fær greitt. Samt væri auðvelt fyrir hvern sem er að líta til nágrannalanda og sjá hvort laun lækna, sjómanna og forstjóra meðalstórra fyrirtækja séu hærri eða lægri hér. Ég kalla eftir að þeim samanburði verði beitt. Ekkert ríki er lengur eyland, jafnvel þótt það kunni að liggja á eyju. Sé það hugmynd að auka hóflega skatta á þá sem mestar tekjur hafa í því skyni að minnka skattbyrði lág- og millitekjufólks og fækka tekjutengingargildrum þá er það hugmynd sem er umræðu verð. En ætli stjórnvöld sér að stunda einhverja viðbragðaskattheimtu þá endum við með skattalegan bútasaum sem fælir frá þá sem menn vilja mjólka og refsar þeim sem menn vilja hjálpa. Ég get fallist á að skattkerfi eigi að hjálpa hinum fátækari, en ég get ekki fallist á að það að refsa hinum ríku sé markmið í sjálfu sér. Fjölmargt ríkt fólk býr á Norðurlöndum, þar sem skattar eru háir. Það er ásættanlegt að búa í ofurskattaríki ef skattkerfið er sæmilega stöðugt, en tekur ekki breytingum í kjölfar frétta af launum einstakra manna. Um skatta verða menn seint sammála. Ég vil að skattkerfið sé hvetjandi, aðrir vilja frekar að það sé „réttlátt“ og tekjujafnandi. Tökum þá umræðu. En tökum reiðina út úr jöfnunni.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun