Glötuð æska Atli Fannar Bjarkason skrifar 7. maí 2011 08:00 Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988. Ég man eftir 1988. Ég var fjögurra ára gamall og fór til Spánar með fjölskyldu minni. Ég lék mér á sundskýlunni í garðinum við húsið sem við tókum á leigu og sá ýmislegt í fyrsta skipti – til dæmis slímugan frosk. Þá fékk ég snigil að gjöf og hann varð gæludýrið mitt í skamma stund. Þangað til hann strauk. Það er óþolandi að lesa fréttir um jafn ungt og hæfileikaríkt fólk og Derrick Rose. Hann er á þeim aldri þar sem flestir rembast við að hanga í háskóla þrátt fyrir að fæstum hafi tekist að ákveða hvað þeir vilja gera í lífinu. Hann valdi starf sem færir honum gríðarleg auðæfi, þannig að þegar líkaminn gefur sig eftir áratug eða svo getur hann sest í helgan stein og talið peninga þar til yfir lýkur. Þegar ég var 22 ára hefði þurft ofurnáttúrulegt kraftaverk til að gera mig að verðmætasta leikmanninum í fyrstu deildinni í körfubolta á Íslandi. Ég lagði fyrst og fremst metnað í að komast í Ríkið áður en það lokaði á föstudögum og stórar ákvarðanir á borð við hvort ein dolla af Vogaídýfu myndi duga eða hvort ég ætti að kaupa tvær til öryggis. Það er auðvitað ósanngjarnt að bera sjálfan sig saman við hæfileikamann á borð við Rose á körfuboltavellinum. En snefill af metnaði hans hefði eflaust fleytt mér á toppinn í því sem ég var að gera. Sem var reyndar ekkert. En ég hefði eflaust farið í Ríkið fyrir hádegi á fimmtudögum og keypt tvær dollur af Vogaídýfu án þess að hugsa mig tvisvar um! Ég er á þeim aldri þar sem ég neyðist til að horfa á eftir glataðri æskunni, vegna þess að ég er ekki orðinn nógu gamall til að gleyma henni. Það væri auðvitað einfaldast. En fólki gæti ekki verið meira sama um 27 ára mann með aldurskomplex. Orð mín öðlast eflaust trúverðugleika eftir einn eða tvo áratugi. Þangað til fylgist ég stúrinn með ungu fólki gera miklu betur en mér tókst nokkurn tíma á meðan ég reyni að hámarka metnaðinn fyrir því sem ég geri í dag: Borða þessa köku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að hljóta þennan heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall – fæddur í oktbóber árið 1988. Ég man eftir 1988. Ég var fjögurra ára gamall og fór til Spánar með fjölskyldu minni. Ég lék mér á sundskýlunni í garðinum við húsið sem við tókum á leigu og sá ýmislegt í fyrsta skipti – til dæmis slímugan frosk. Þá fékk ég snigil að gjöf og hann varð gæludýrið mitt í skamma stund. Þangað til hann strauk. Það er óþolandi að lesa fréttir um jafn ungt og hæfileikaríkt fólk og Derrick Rose. Hann er á þeim aldri þar sem flestir rembast við að hanga í háskóla þrátt fyrir að fæstum hafi tekist að ákveða hvað þeir vilja gera í lífinu. Hann valdi starf sem færir honum gríðarleg auðæfi, þannig að þegar líkaminn gefur sig eftir áratug eða svo getur hann sest í helgan stein og talið peninga þar til yfir lýkur. Þegar ég var 22 ára hefði þurft ofurnáttúrulegt kraftaverk til að gera mig að verðmætasta leikmanninum í fyrstu deildinni í körfubolta á Íslandi. Ég lagði fyrst og fremst metnað í að komast í Ríkið áður en það lokaði á föstudögum og stórar ákvarðanir á borð við hvort ein dolla af Vogaídýfu myndi duga eða hvort ég ætti að kaupa tvær til öryggis. Það er auðvitað ósanngjarnt að bera sjálfan sig saman við hæfileikamann á borð við Rose á körfuboltavellinum. En snefill af metnaði hans hefði eflaust fleytt mér á toppinn í því sem ég var að gera. Sem var reyndar ekkert. En ég hefði eflaust farið í Ríkið fyrir hádegi á fimmtudögum og keypt tvær dollur af Vogaídýfu án þess að hugsa mig tvisvar um! Ég er á þeim aldri þar sem ég neyðist til að horfa á eftir glataðri æskunni, vegna þess að ég er ekki orðinn nógu gamall til að gleyma henni. Það væri auðvitað einfaldast. En fólki gæti ekki verið meira sama um 27 ára mann með aldurskomplex. Orð mín öðlast eflaust trúverðugleika eftir einn eða tvo áratugi. Þangað til fylgist ég stúrinn með ungu fólki gera miklu betur en mér tókst nokkurn tíma á meðan ég reyni að hámarka metnaðinn fyrir því sem ég geri í dag: Borða þessa köku.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun