Lífið

XIII spilar plötuna Salt

XIII Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á föstudagskvöld.
XIII Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á föstudagskvöld.
Rokkhljómsveitin XIII leikur plötu sína Salt í heild sinni á tónleikum á Faktorý á föstudagskvöld.

Sérstakir gestir verða In Memoriam og Hoffman.

„Þetta er nú bæði vegna óska þeirra sem sýnt hafa XIII áhuga og okkur sjálfum til gamans," segir Hallur Ingólfsson, söngvari XIII.

„Þetta verður ekki endurtekið. Þeir sem hafa verið að óska eftir lögum af Salt á tónleikum ættu því að grípa tækifærið núna."

Salt var fyrsta plata XIII og kom út árið 1994 við mjög góðar undirtektir. Sveitin gaf síðast út tvöföldu plötuna Black Box haustið 2010. Miðaverð á tónleikana er 2.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.