Lífið

Pacino til liðs við Gotti

Al Pacino mun leika í mafíumyndinni Gotti: Three Generations.
Al Pacino mun leika í mafíumyndinni Gotti: Three Generations.
Óskarsverðlaunahafinn Al Pacino hefur bæst í ört stækkandi leikhóp mafíumyndarinnar Gotti: Three Generations samkvæmt bandaríska stórblaðinu Washington Post.

Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Gotti-mafíufjölskylduna sem öllu réð í undirheimum New York í lok síðustu aldar. Pacino mun leika Neil Dellacroce, glæpahöfðingja og lærimeistara John Gotti eldri sem leikinn verður af John Travolta.

Þetta þykir vel við hæfi því fáum hefur tekist jafn vel upp og Pacino að leika mafíósa eða glæpaforingja. Hann var ákaflega eftirminnilegur í hlutverki Michael Corleone í Guðföðurmyndunum þremur og ekkert síðri sem Lefty Ruggiero í Donnie Brasco, Carlito Brigante í Carlito's Way og Tony Montana í Scarface.

Leikarahópurinn fyrir myndina er þar með næstum kominn á hreint þótt enn eigi eftir að ráða í hlutverk John Gotti yngri. Leikstjóri verður Barry Levinson en meðal annarra leikara má nefna Joe Pesci, Lindsay Lohan og Ella Blue Travolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.