Lífið

Pippa í stríð við gulu pressuna

Pippa Middleton nánast stal senunni í konunglega brúðkaupinu.
Pippa Middleton nánast stal senunni í konunglega brúðkaupinu.
Pippa Middleton, yngri systir Katrínar hertogaynju, hyggst höfða mál á hendur nokkrum slúðurblöðum fyrir að birta myndir af sér og systur hennar á snekkju í bikiní samkvæmt AP-fréttastofunni. Birting myndanna hefur leitt til þess að Middleton-fjölskyldan hefur kvartað til siðanefndar Blaðamannafélags Bretlands.

Á myndunum sjást þær systur stinga sér til sunds í baðfötunum einum saman við hvítar strendur Ibiza á meðan Vilhjálmur prins horfir á. Myndirnar voru teknar fyrir nokkrum árum og hafa birst í News of the World, Daily Mail, Mail on Sunday og Daily Mirror. Middleton-fjölskyldan hefur verið lítt hrifin af þeim áhuga sem breskir fjölmiðlar hafa sýnt henni og er talið að kvörtunin til siðanefndarinnar og væntanleg kæra marki upphafið að stirðum samskiptum hennar og gulu pressunnar.

Middleton-fjölskyldan hefur jafnframt áhyggjur af myndum sem hafa birst af Pippu á bandarískum vefsíðum en þar sést hún meðal annars fáklædd í djörfum dansi. Pippa sló eftirminnilega í gegn í brúðkaupi systur sinnar þegar hún mætti í ákaflega þröngum kjól frá Alexander McQueen og hafa fjölmiðlar verið á höttunum eftir safaríkum sögum um þessa sætu systur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×