Aðgangsorð pólitískra vinsælda Þorsteinn Pálsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Lúðvík Jósepsson var einhver vinsælasti sjávarútvegsráðherra sem um getur. Útgerðarmenn töldu sig eiga hauk í horni þar sem hann var. Fólk í sjávarbyggðum leit á hann sem sinn mann. Aðgangsorðin að þessari pólitísku velgengni voru tvö: Ofveiði og verðbólga. Í beinu samhengi við útfærslu landhelginnar í byrjun áttunda áratugarins var Lúðvík Jósepsson forvígismaður þess að Íslendingar sjálfir héldu áfram þeirri rányrkju sem Bretar höfðu stundað á Íslandsmiðum. Samhliða hratt hann af stað einhverri mestu pólitísku offjárfestingu í sjávarútvegi sem um getur. Almenningur, eigandi auðlindarinnar, borgaði fyrir eftir leiðum gengisfellinga og verðbólgu. Lengst af var þó almenn sátt um sjávarútvegsstefnuna. Undirstöðuatvinnugreinin var í sérstöku hólfi og verðbólgan í öðru. Pólitíski vandinn var sá að menn afneituðu efnahagslegum tengslum milli hólfanna. Jóhannes Nordal hlaut ámæli fyrir gengisfellingar og verðbólgu en Lúðvík Jósepsson lof fyrir togaravæðingu. Þessu efnahagsskipulagi var kollvarpað fyrir tuttugu árum með markaðskerfi í sjávarútvegi. Það var óvinsælt. Hólfin voru áfram tvö. Þegar hagræðingin kom fram var fiskveiðikerfið svarti Pétur. Stöðugra gengi og bætt lífskjör almennings voru hins vegar Seðlabankanum að þakka. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að kollvarpa markaðskerfinu í sjávarútvegi. Tekið verður upp pólitískt miðstýringar- og millifærslukerfi. Fjölga á fiskiskipum og störfum. Allar byggðir eiga að njóta velsældar með nýjum skipum og nýjum fiskvinnslustöðvum. Þetta mun styrkja ríkisstjórnina. Lögmálið er hins vegar óbreytt. Aðgangsorðin að vinsældum í sjávarútvegi eru sem fyrr: Ofveiði og verðbólga. Þessu loforði má treysta Útvegsmenn hafa áhyggjur. Þeir ættu þó að hafa í huga fjármálaráðherra sagði í viðtali á dögunum að engum dytti í hug að veikja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Enginn þarf því að óttast að útgerðir lendi í rekstrarerfiðleikum þó að eigið fé þeirra brenni upp. Fjármálaráðherrann hefur oft og tíðum lýst því að krónan sé nauðsynlegt tæki fyrir stjórnvöld til sveigjanlegra ákvarðana við hagstjórnina og hlotið lof margra fyrir. Fyrirtæki sem missa veiðiheimildir standa uppi með óbreytta fjárfestingu og minni tekjur. Sá mikli fjöldi nýliða sem bætist við þarf að fjárfesta í skipum og fiskvinnsluhúsum án þess að fá nægjanlegar tekjur. Bæði ný og gömul fyrirtæki þurfa síðan að standa undir hærra auðlindagjaldi. Þetta þýðir að smám saman verður vikið frá ábyrgri stefnu um sjálfbærar veiðar. Síðan verður fiskverð að hækka til að mæta auknum kostnaði við veiðarnar. Verkurinn er hins vegar sá að innlendar verðhækkanir er ekki unnt að flytja út. Þá er aðeins eitt ráð eftir: Almenningur borgar brúsann með gengisfellingu á sveigjanlegum krónum fjármálaráðherrans. Útgerðarmenn geta einnig reitt sig á að fjármálaráðherrann láti neytendur borga auðlindagjaldið í raun eftir sömu leiðum. Hann hefur lofað að tryggja afkomu útgerðanna með verðbólgu. Því loforði má treysta. Það er almenningur sem fyrst og fremst þarf að hafa áhyggjur. Honum hefur fjármálaráðherrann engu lofað. Þá mun sjávarútvegurinn þurfa á pólitískri fjármögnun að halda eins og aðrar atvinnugreinar sem lúta pólitískri stýringu. Óhjákvæmilegt er því að endurvekja gamla sjóðakerfið. Þeir peningar skattborgaranna sem notaðir verða í þeim tilgangi fara ekki í sjúkrahús og skóla.Sigur í ósigri fyrir LÍÚ Ríkisstjórnin telur nýja sjávarútvegskerfið vera mesta réttlæti allra tíma. Það má vel vera. En það réttlæti kaupir almenningur fullu verði. Efnahagsáhrifin munu koma fram á löngum tíma og ekki að marki fyrr en á nýju kjörtímabili. Það breytir ekki hinu að þetta er stærsta skref sem stigið hefur verið aftur á bak í hagstjórn. Með samstarfsáætluninni við AGS og umsókninni um aðild að ESB var stefnan sett á markaðsbúskap og stöðugleika í ríkisfjármálum og peningamálum. Markaðskerfi í sjávarútvegi er forsenda fyrir stöðugum gjaldmiðli. Nú er stefnt í gagnstæða átt. Forystumenn Samfylkingarinnar halda greinilega að sjávarútvegurinn sé eitt einangrað hólf og aðild að ESB annað. Ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar er að færa Ísland efnahagslega fjær því að geta tekið þátt í Evrópusamstarfinu. Það ber vott um i pólitískan tvískinnung. Andstaða útgerðarmanna við Evrópusamvinnuna hefur jafnvel verið ríkari en varðstaða þeirra um markaðskerfið. Þegar markaðskerfið fýkur minnka líkurnar á að Ísland komist í ESB. Að því leyti gæti þetta verið sigur í ósigri fyrir LÍÚ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun
Lúðvík Jósepsson var einhver vinsælasti sjávarútvegsráðherra sem um getur. Útgerðarmenn töldu sig eiga hauk í horni þar sem hann var. Fólk í sjávarbyggðum leit á hann sem sinn mann. Aðgangsorðin að þessari pólitísku velgengni voru tvö: Ofveiði og verðbólga. Í beinu samhengi við útfærslu landhelginnar í byrjun áttunda áratugarins var Lúðvík Jósepsson forvígismaður þess að Íslendingar sjálfir héldu áfram þeirri rányrkju sem Bretar höfðu stundað á Íslandsmiðum. Samhliða hratt hann af stað einhverri mestu pólitísku offjárfestingu í sjávarútvegi sem um getur. Almenningur, eigandi auðlindarinnar, borgaði fyrir eftir leiðum gengisfellinga og verðbólgu. Lengst af var þó almenn sátt um sjávarútvegsstefnuna. Undirstöðuatvinnugreinin var í sérstöku hólfi og verðbólgan í öðru. Pólitíski vandinn var sá að menn afneituðu efnahagslegum tengslum milli hólfanna. Jóhannes Nordal hlaut ámæli fyrir gengisfellingar og verðbólgu en Lúðvík Jósepsson lof fyrir togaravæðingu. Þessu efnahagsskipulagi var kollvarpað fyrir tuttugu árum með markaðskerfi í sjávarútvegi. Það var óvinsælt. Hólfin voru áfram tvö. Þegar hagræðingin kom fram var fiskveiðikerfið svarti Pétur. Stöðugra gengi og bætt lífskjör almennings voru hins vegar Seðlabankanum að þakka. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að kollvarpa markaðskerfinu í sjávarútvegi. Tekið verður upp pólitískt miðstýringar- og millifærslukerfi. Fjölga á fiskiskipum og störfum. Allar byggðir eiga að njóta velsældar með nýjum skipum og nýjum fiskvinnslustöðvum. Þetta mun styrkja ríkisstjórnina. Lögmálið er hins vegar óbreytt. Aðgangsorðin að vinsældum í sjávarútvegi eru sem fyrr: Ofveiði og verðbólga. Þessu loforði má treysta Útvegsmenn hafa áhyggjur. Þeir ættu þó að hafa í huga fjármálaráðherra sagði í viðtali á dögunum að engum dytti í hug að veikja rekstrarskilyrði sjávarútvegsins. Enginn þarf því að óttast að útgerðir lendi í rekstrarerfiðleikum þó að eigið fé þeirra brenni upp. Fjármálaráðherrann hefur oft og tíðum lýst því að krónan sé nauðsynlegt tæki fyrir stjórnvöld til sveigjanlegra ákvarðana við hagstjórnina og hlotið lof margra fyrir. Fyrirtæki sem missa veiðiheimildir standa uppi með óbreytta fjárfestingu og minni tekjur. Sá mikli fjöldi nýliða sem bætist við þarf að fjárfesta í skipum og fiskvinnsluhúsum án þess að fá nægjanlegar tekjur. Bæði ný og gömul fyrirtæki þurfa síðan að standa undir hærra auðlindagjaldi. Þetta þýðir að smám saman verður vikið frá ábyrgri stefnu um sjálfbærar veiðar. Síðan verður fiskverð að hækka til að mæta auknum kostnaði við veiðarnar. Verkurinn er hins vegar sá að innlendar verðhækkanir er ekki unnt að flytja út. Þá er aðeins eitt ráð eftir: Almenningur borgar brúsann með gengisfellingu á sveigjanlegum krónum fjármálaráðherrans. Útgerðarmenn geta einnig reitt sig á að fjármálaráðherrann láti neytendur borga auðlindagjaldið í raun eftir sömu leiðum. Hann hefur lofað að tryggja afkomu útgerðanna með verðbólgu. Því loforði má treysta. Það er almenningur sem fyrst og fremst þarf að hafa áhyggjur. Honum hefur fjármálaráðherrann engu lofað. Þá mun sjávarútvegurinn þurfa á pólitískri fjármögnun að halda eins og aðrar atvinnugreinar sem lúta pólitískri stýringu. Óhjákvæmilegt er því að endurvekja gamla sjóðakerfið. Þeir peningar skattborgaranna sem notaðir verða í þeim tilgangi fara ekki í sjúkrahús og skóla.Sigur í ósigri fyrir LÍÚ Ríkisstjórnin telur nýja sjávarútvegskerfið vera mesta réttlæti allra tíma. Það má vel vera. En það réttlæti kaupir almenningur fullu verði. Efnahagsáhrifin munu koma fram á löngum tíma og ekki að marki fyrr en á nýju kjörtímabili. Það breytir ekki hinu að þetta er stærsta skref sem stigið hefur verið aftur á bak í hagstjórn. Með samstarfsáætluninni við AGS og umsókninni um aðild að ESB var stefnan sett á markaðsbúskap og stöðugleika í ríkisfjármálum og peningamálum. Markaðskerfi í sjávarútvegi er forsenda fyrir stöðugum gjaldmiðli. Nú er stefnt í gagnstæða átt. Forystumenn Samfylkingarinnar halda greinilega að sjávarútvegurinn sé eitt einangrað hólf og aðild að ESB annað. Ríkisstjórn undir forystu Samfylkingarinnar er að færa Ísland efnahagslega fjær því að geta tekið þátt í Evrópusamstarfinu. Það ber vott um i pólitískan tvískinnung. Andstaða útgerðarmanna við Evrópusamvinnuna hefur jafnvel verið ríkari en varðstaða þeirra um markaðskerfið. Þegar markaðskerfið fýkur minnka líkurnar á að Ísland komist í ESB. Að því leyti gæti þetta verið sigur í ósigri fyrir LÍÚ.