Gunnar söng Two Tricky-lagið fyrir Matta og frú 14. maí 2011 15:00 Koss fyrir Sjonna Kossinn sem Matthías Matthíasson smellir á kinn Vignis Snæs hefur vakið mikla athygli. Hann er til heiðurs Sigurjóni Brink, höfundi lagsins, sem kyssti alltaf alla og faðmaði þá þegar hann hitti. Nordic Photos/Getty „Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ -freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
„Við áttum tíu ára brúðkaupsafmæli á fimmtudagskvöldinu en héldum uppá það á degi fyrr enda átti hún þá líka afmæli. Við fórum allur hópurinn á fínan veitingastað og fengum okkur gott að borða. Svo átti Gunni Óla líka tíu ára Eurovision-afmæli og söng af því tilefni Angel fyrir okkur,“ segir Matthías Matthíasson úr vinum Sjonna. Íslensku Eurovision-fararnir hafa svo sannarlega ekki legið með tærnar uppí loft eftir að íslenski fáninn kom síðastur uppúr „hattinum“ á þriðjudagskvöldinu. Eurovision-veislur, æfingar og viðtöl við fjölmiðla hafa nánast einokað allan tíma Vinanna. Í gærkvöldi var general-prufa en hana fá dómnefndirnar að sjá. „Þetta er alveg helmingurinn af keppninni. Okkur tókst vel upp á síðustu general-prufu og ætlum að negla þetta aftur núna,“ segir Hreimur Örn Heimisson en hann og Matthías voru einmitt að gera sig klára til að fara uppí Eurovision-höll og æfa. Að sögn Matthíasar er stemningin góð í hópnum, menn eru afslappaðir og ætla að njóta lífsins uppá sviðinu í kvöld. Kossinn sem Matthías smellir á kinn Vignis Snæs í miðju lagi hefur vakið mikla athygli og Matthías viðurkennir að þeir hafi mikið verið spurðir um hann. Hann á sér sína sögu. „Hann er í anda drengsins sem samdi þetta lag, Sigurjóns Brinks. Það fyrsta sem hann gerði þegar hann hitti fólk var að faðma það og kyssa það. Og það skipti litlu máli hvort hann þekkti það lítið eða mikið,“ útskýrir Matthías. Hreimur Örn tók undir með Matthíasi, sagði þá félaga vera afslappaða fyrir úrslitakvöldið. Þeir hefðu líka fengið óvænt heillaráð frá fyrrverandi landsliðsfyrirliða og landsþjálfara. „Við hittum Atla Eðvalds hérna úti á götu og hann bað okkur um að segja aldrei að við hefðum engu að tapa, það væru bara „lúserar“ sem töluðu þannig. Við ættum að tala þannig að við hefðum allt að vinna,“ segir Hreimur og bætir því við að þeir, eins og íþróttamenn, hafi sína rútínu. „Við hitum okkur vel upp með laginu Wade með The Band og syngjum síðan lag úr Ace Ventura á leið uppá svið. Menn eru ekkert að breyta þessu neitt núna.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira