Innlent

Ófrágengið lán skapar óvissu

 Endurskoðendur Hafnarfjarðarbæjar segja óvissu ríkja um greiðslugetu bæjarins, en bæjarstjóri er bjartsýnn á að endurfjármögnun ljúki brátt.Fréttablaðið/Stefán
Endurskoðendur Hafnarfjarðarbæjar segja óvissu ríkja um greiðslugetu bæjarins, en bæjarstjóri er bjartsýnn á að endurfjármögnun ljúki brátt.Fréttablaðið/Stefán
Endurskoðendur ársreiknings Hafnarfjarðarbæjar fyrir síðasta ár segja í áliti sínu að óvissa ríki um greiðslugetu bæjarins fyrir árið 2011 þar sem fjármögnun lánaafborgana á árinu er ekki frágengin.

 

Í síðasta mánuði var erlent eingreiðslulán að upphæð 4,2 milljarðar króna á gjalddaga, en það hefur ekki enn verið greitt.

 

Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri segir í samtali við Fréttablaðið að þetta lýsi stöðunni eins og hún er en hann vonist til að endurfjármögnuninni fari brátt að ljúka. Ferlið hafi þó reynst afar tafsamt. „Þetta er flókið mál og boðleiðir eru langar. Það flækir líka málin að aðilinn sem við erum að semja við er undir stjórn skilanefndar.“

 

Guðmundur segir vinnuna vera á góðu róli þótt erfitt sé að spá um hvenær henni muni ljúka. „En skil á ársreikningum með jákvæðri rekstrarniðurstöðu eru auðvitað ein leið til að flýta þeirri vinnu.“

 

Samkvæmt ársreikningnum var rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs jákvæð um tæpar 215 millj.króna og rekstur samstæðu jákvæður um 466 milljónir.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×