Bölvaðir ósiðir Pawel Bartoszek skrifar 20. maí 2011 10:00 Árið 2009 var David Nutt, aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í fíkniefnamálum, látinn fara fyrir að halda því fram í vísindagrein að áfengi og tóbak væru skaðlegri en mörg ólögleg efni, til dæmis kannabis, LSD eða alsæla. Það hljómar auðvitað undarlegt að reka mann fyrir að halda því fram að áfengi sé skaðlegt. En sá sem heldur því fram að áfengi sé skaðlegra en LSD er um leið að halda því fram að LSD sé minna skaðlegt en áfengi. Og þrátt fyrir að báðar staðhæfingarnar séu jafngildar þykir önnur ásættanleg en hin ekki. David Nutt þurfti að taka pokann sinn. Þáverandi innanríkisráðherra Bretlands lýsti vonbrigðum yfir ummælum vísindamannsins „sem sköðuðu þá stefnu að færa almenningi skýr skilaboð um skaðsemi fíkniefna“. Þannig er það nú. Það þarf enginn að segja almenningi að sólin sé miðjan þegar allir sjá hvað snýst og hvað situr kjurt. Skilaboðin eiga að vera skýr. Hér er því ekki haldið fram að ef einhver vísindamaður hafi sagt eitthvað hljóti það að vera satt. Rannsóknum ber að taka með varúð. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að niðurstöðu. Sumt af því sem fullyrt er, eins og það að reykingar valdi miklum líkamlegum skaða, er nokkuð vel sannað. En margt annað af því sem greint er frá í fjölmiðlum ber að skoða með miklum vafa. Engu að síður verðum við að hafa augum opin fyrir þeim möguleika að við höfum hugsanlega farið ranga leið í núverandi fíkniefnastefnu okkar. Vísindin verða að fá að eiga sinn gang, og ef tilgangur rannsókna er einungis að festa í sessi núgildandi viðhorf fólks getum við einfaldlega sleppt því að stunda rannsóknir og reka háskóla. Pólitíkin verður að láta vísindin í friði. Það hljómar ekki órökrétt að meta afstöðu okkar til ólíkra eiturlyfja út frá þeirri skaðsemi sem þau valda einstaklingnum og samfélaginu. Áðurnefndur David Nutt stýrði á seinasta ári rannsókn þar sem reynt var að leggja mat á umrædda þætti og raða fíkniefnum í skaðsemisröð, þar sem þau skaðlegustu koma fremst. Listinn var: 1. áfengi, 2. heróín, 3. meþamfetamín, 4. krakk, 5. kókaín, 6. tóbak 7. amfetamín 8. kannabisefni. E-töflur og LSD enduðu í sætum 17 og 18. Fyrstu viðbrögð við könnun sem þessari eru auðvitað að tengja hátt skor áfengis við að það sé löglegt. Aðgengi eykur neyslu, neysla eykur vanda. Ef áfengisneyslu yrði skipt út fyrir krakkneyslu fengjum við varla betra samfélag. Það eru rétt viðbrögð, enda hefur David Nutt viðurkennt að rannsóknin taki ekki til aðgengis. En þótt einungis sé tekið tillit til líkamlegrar skaðsemi og þess hve ávanabindandi ólík efni eru, miðað við aðrar rannsóknir, virðast hin vísindalegu rök fyrir því að banna kannabisefni en leyfa áfengi ekki endilega óyggjandi. Vísbendingar um að ríkjandi viðhorf kunni að byggja á hæpnum forsendum falla oft í grýttan jarðveg. Flestir styðja skoðanir sínar í þessum málum í samræmi við víðtekna goggunarröð fíkniefna. Það er til dæmis kannski ekki auðvelt að styðja vínsölu í sjoppum ef rannsóknir benda til að vín sé hættulegra en hass. Að sama skapi styrkir það ekki baráttu gegn lögleiðingu kannabisefna ef einhverjar rannsóknir benda til að sum slíkra efna séu hættuminni en vörur sem þegar eru löglegar. Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að fíkniefnastefna er byggð á pólítískum og menningarlegum forsendum, ekki síður en vísindalegum. Spurning er hvort það sé gott. Eitt dæmi að lokum: Að undanförnu hafa menn þannig hert lagalega baráttu gegn hvers kyns reyklausu tóbaki. Helsta ástæða þess er einfaldlega sú að það hefur verið hægt. Munn- og neftóbaksneysla hefur ekki skotið mjög sterkum rótum í samfélaginu, ólíkt til dæmis reyktóbaki. Vísindalega hníga auðvitað fá rök að því að banna með öllu neyslu þessara efna umfram annað sem þegar er í löglegri umferð. Munntóbak hvorki gerir fólk stjórnlaust né ofbeldisfullt né heldur veldur það neinum líkamlegum skaða á öðrum en þeim sem þess neytir. En munn- og neftóbaksneysla eru auðvitað bölvaðir ósiðir. Og hver ætlar að berjast gegn banni á bölvuðum ósiðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Árið 2009 var David Nutt, aðalráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar í fíkniefnamálum, látinn fara fyrir að halda því fram í vísindagrein að áfengi og tóbak væru skaðlegri en mörg ólögleg efni, til dæmis kannabis, LSD eða alsæla. Það hljómar auðvitað undarlegt að reka mann fyrir að halda því fram að áfengi sé skaðlegt. En sá sem heldur því fram að áfengi sé skaðlegra en LSD er um leið að halda því fram að LSD sé minna skaðlegt en áfengi. Og þrátt fyrir að báðar staðhæfingarnar séu jafngildar þykir önnur ásættanleg en hin ekki. David Nutt þurfti að taka pokann sinn. Þáverandi innanríkisráðherra Bretlands lýsti vonbrigðum yfir ummælum vísindamannsins „sem sköðuðu þá stefnu að færa almenningi skýr skilaboð um skaðsemi fíkniefna“. Þannig er það nú. Það þarf enginn að segja almenningi að sólin sé miðjan þegar allir sjá hvað snýst og hvað situr kjurt. Skilaboðin eiga að vera skýr. Hér er því ekki haldið fram að ef einhver vísindamaður hafi sagt eitthvað hljóti það að vera satt. Rannsóknum ber að taka með varúð. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að niðurstöðu. Sumt af því sem fullyrt er, eins og það að reykingar valdi miklum líkamlegum skaða, er nokkuð vel sannað. En margt annað af því sem greint er frá í fjölmiðlum ber að skoða með miklum vafa. Engu að síður verðum við að hafa augum opin fyrir þeim möguleika að við höfum hugsanlega farið ranga leið í núverandi fíkniefnastefnu okkar. Vísindin verða að fá að eiga sinn gang, og ef tilgangur rannsókna er einungis að festa í sessi núgildandi viðhorf fólks getum við einfaldlega sleppt því að stunda rannsóknir og reka háskóla. Pólitíkin verður að láta vísindin í friði. Það hljómar ekki órökrétt að meta afstöðu okkar til ólíkra eiturlyfja út frá þeirri skaðsemi sem þau valda einstaklingnum og samfélaginu. Áðurnefndur David Nutt stýrði á seinasta ári rannsókn þar sem reynt var að leggja mat á umrædda þætti og raða fíkniefnum í skaðsemisröð, þar sem þau skaðlegustu koma fremst. Listinn var: 1. áfengi, 2. heróín, 3. meþamfetamín, 4. krakk, 5. kókaín, 6. tóbak 7. amfetamín 8. kannabisefni. E-töflur og LSD enduðu í sætum 17 og 18. Fyrstu viðbrögð við könnun sem þessari eru auðvitað að tengja hátt skor áfengis við að það sé löglegt. Aðgengi eykur neyslu, neysla eykur vanda. Ef áfengisneyslu yrði skipt út fyrir krakkneyslu fengjum við varla betra samfélag. Það eru rétt viðbrögð, enda hefur David Nutt viðurkennt að rannsóknin taki ekki til aðgengis. En þótt einungis sé tekið tillit til líkamlegrar skaðsemi og þess hve ávanabindandi ólík efni eru, miðað við aðrar rannsóknir, virðast hin vísindalegu rök fyrir því að banna kannabisefni en leyfa áfengi ekki endilega óyggjandi. Vísbendingar um að ríkjandi viðhorf kunni að byggja á hæpnum forsendum falla oft í grýttan jarðveg. Flestir styðja skoðanir sínar í þessum málum í samræmi við víðtekna goggunarröð fíkniefna. Það er til dæmis kannski ekki auðvelt að styðja vínsölu í sjoppum ef rannsóknir benda til að vín sé hættulegra en hass. Að sama skapi styrkir það ekki baráttu gegn lögleiðingu kannabisefna ef einhverjar rannsóknir benda til að sum slíkra efna séu hættuminni en vörur sem þegar eru löglegar. Það er auðvitað mikilvægt að átta sig á því að fíkniefnastefna er byggð á pólítískum og menningarlegum forsendum, ekki síður en vísindalegum. Spurning er hvort það sé gott. Eitt dæmi að lokum: Að undanförnu hafa menn þannig hert lagalega baráttu gegn hvers kyns reyklausu tóbaki. Helsta ástæða þess er einfaldlega sú að það hefur verið hægt. Munn- og neftóbaksneysla hefur ekki skotið mjög sterkum rótum í samfélaginu, ólíkt til dæmis reyktóbaki. Vísindalega hníga auðvitað fá rök að því að banna með öllu neyslu þessara efna umfram annað sem þegar er í löglegri umferð. Munntóbak hvorki gerir fólk stjórnlaust né ofbeldisfullt né heldur veldur það neinum líkamlegum skaða á öðrum en þeim sem þess neytir. En munn- og neftóbaksneysla eru auðvitað bölvaðir ósiðir. Og hver ætlar að berjast gegn banni á bölvuðum ósiðum?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun