Kvikmyndin Reykjavik - Stór mynd með stórum stjörnum 24. maí 2011 10:00 Reagan og Gorbatsjov í Höfða. „Við erum búinn að vera að vinna í þessu verkefni mjög lengi og höfum sinnt mikilli rannsóknarvinnu. Við höfum rætt við fólk sem kom að þessum fundi, bæði á Íslandi, í Bandaríkjunum og Rússlandi,“ segir Stewart MacKinnon, einn af aðalframleiðendum kvikmyndarinnar Reykjavik. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er allverulegur skriður kominn á gerð kvikmyndarinnar sem á að fjalla um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða árið 1986. Fram kom í fréttatilkynningum á netinu að breski leikstjórinn Ridley Scott myndi leikstýra myndinni en MacKinnon segir það ekki vera sannleikanum samkvæmt, framleiðslufyrirtæki Scott, FreeScott, komi að framleiðslunni. MacKinnon er hins vegar bjartsýnn og segir að ef allt gangi að óskum hefjist tökur strax á næsta ári. MacKinnon er reynslubolti í sjónvarps-og kvikmyndaiðnaðinum og forðast því að gefa alltof mikið upp. „En ég get þó sagt, að þetta er stór mynd með stórum stjörnum sem verður hugsuð fyrir alþjóðlegan markað. Hún verður tekin upp í Reykjavík enda leikur höfuðborgin og umhverfið hennar stórt hlutverk í myndinni,“ útskýrir MacKinnon en hann líkir myndinni við Frost/Nixon-kvikmyndina sem var frumsýnd fyrir þremur árum síðan. Sú mynd kostaði 35 milljónir dollara eða fjóra milljarða í framleiðslu. „Við sjáum þetta sem mjög mikilvæga sögu, þar sem tveir fulltrúar ólíkrar hugmyndafræði settust niður og reyndu að ná einhverskonar samkomulagi. Við teljum að þetta sé mynd sem eigi erindi við áhorfendur í dag.“ Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
„Við erum búinn að vera að vinna í þessu verkefni mjög lengi og höfum sinnt mikilli rannsóknarvinnu. Við höfum rætt við fólk sem kom að þessum fundi, bæði á Íslandi, í Bandaríkjunum og Rússlandi,“ segir Stewart MacKinnon, einn af aðalframleiðendum kvikmyndarinnar Reykjavik. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er allverulegur skriður kominn á gerð kvikmyndarinnar sem á að fjalla um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjov í Höfða árið 1986. Fram kom í fréttatilkynningum á netinu að breski leikstjórinn Ridley Scott myndi leikstýra myndinni en MacKinnon segir það ekki vera sannleikanum samkvæmt, framleiðslufyrirtæki Scott, FreeScott, komi að framleiðslunni. MacKinnon er hins vegar bjartsýnn og segir að ef allt gangi að óskum hefjist tökur strax á næsta ári. MacKinnon er reynslubolti í sjónvarps-og kvikmyndaiðnaðinum og forðast því að gefa alltof mikið upp. „En ég get þó sagt, að þetta er stór mynd með stórum stjörnum sem verður hugsuð fyrir alþjóðlegan markað. Hún verður tekin upp í Reykjavík enda leikur höfuðborgin og umhverfið hennar stórt hlutverk í myndinni,“ útskýrir MacKinnon en hann líkir myndinni við Frost/Nixon-kvikmyndina sem var frumsýnd fyrir þremur árum síðan. Sú mynd kostaði 35 milljónir dollara eða fjóra milljarða í framleiðslu. „Við sjáum þetta sem mjög mikilvæga sögu, þar sem tveir fulltrúar ólíkrar hugmyndafræði settust niður og reyndu að ná einhverskonar samkomulagi. Við teljum að þetta sé mynd sem eigi erindi við áhorfendur í dag.“
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira